Öll spjót standa á Heru – sögð fá urmul einkaskilaboða að hætta við

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, sem sigraði í undankeppni Evróvisjón um helgina, hefur fengið urmul einkaskilaboða frá fólki sem telur óráð að hún taki þátt í Evróvisjón vegna þátttöku Ísraels og grimmdarverka á Gaza.

Þessu er haldið fram á sniðgönguþræði vegna Palestínu á facebook. Þar hafa margir staðhæft að þeir hafi sent söngkonunni skilaboð. Ítrekað kemur fram sú skoðun að ekki sé hægt að berjast fyrir friði með þátttöku á sama sviði og fljóti í blóði vegna manndrápa Ísraelshers.

Sumir hafa sent Heru nafnalista með börnum sem hafa verið drepin í stríðinu á Gaza.

Talið er að fjöldi palestínskra fórnarlamba sé yfir 30.000.

Til rannsóknar er nú hvort úrslitin á laugardagskvöld hafi verið rigguð. Það bætist við fyrri umdeilanleika hjá Rúv að halda keppnina í stað sniðgöngu þar sem framferði Ísraels á Gaza væri mótmælt.

Grunur leikur á að atkvæði fólks sem taldi sig vera að kjósa Palestínumanninn Bashar Murad, sem lenti í öðru sæti, hafi runnið til Heru.

Þá birti Mogginn frétt rétt fyrir lokaúrslitin á laugardag sem kom Rúv og Palestínumanninum illa. Kann fréttaflutningurinn að hafa haft áhrif á atkvæðagreiðsluna en mikill fjöldi fólks steig fram á samfélagsmiðlum á laugardagskvöldið og lýsti skoðunum sem margir hafa túlkað sem rasísk ummæli.

Samstöðin hefur sent Heru Björk erindi  vegna málsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí