Um 20 einbýlishús eru nú til sölu í Mosfellsbæ.
Þetta þykir óvenju mikil hreyfing og jafnvel til marks um að vaxtaumhverfið sé að bíta eigendur stærri eigna. Margt fólk neyðist til að minnka við sig vegna aukins lántökukostnaðar og hærri afborgana í vaxtafárinu.
Skortur á íbúðum leggst svo eins og eitruð blanda ofan á þetta ástand. Samkvæmt opinberum upplýsingum eru nú um 7000 íbúðir nú í byggingu á landinu öllu. Mikið vantar enn upp á jafnvægi á markaði og ræðir ríkisstjórnin þessa dagana hvort flytja eigi inn einingahús til að mæta vanda Grindvíkinga. Meðalfermetraverð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu er krónur 623.000 þessa dagana.
Á sama tíma og margir skuldugir íbúðareigendur berjast í bökkum vakti sala einbýlishúss á Arnarnesi mikla athygli í vikunni. Ein eign fór á 850 milljónir króna og kostaði fermetrinn vel yfir milljón. Er talið að um Íslandsmet í kaupverði sé að ræða. Á sama tíma vantar sárlega margar minni eignir á markað.
Íslandsbanki spáir vaxtalækkun í mars en Landsbankinn telur að vextir verði óbreyttir.