Óvenju mörg einbýlishús til sölu í Mosfellsbæ

Samfélagið 16. mar 2024

Um 20 einbýlishús eru nú til sölu í Mosfellsbæ.

Þetta þykir óvenju mikil hreyfing og jafnvel til marks um að vaxtaumhverfið sé að bíta eigendur stærri eigna. Margt fólk neyðist til að minnka við sig vegna aukins lántökukostnaðar og hærri afborgana í vaxtafárinu.

Skortur á íbúðum leggst svo eins og eitruð blanda ofan á þetta ástand. Samkvæmt opinberum upplýsingum eru nú um 7000 íbúðir nú í byggingu á landinu öllu.  Mikið vantar enn upp á jafnvægi á markaði og ræðir ríkisstjórnin þessa dagana hvort flytja eigi inn einingahús til að mæta vanda Grindvíkinga. Meðalfermetraverð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu er krónur 623.000 þessa dagana.

Á sama tíma og margir skuldugir íbúðareigendur berjast í bökkum vakti sala einbýlishúss á Arnarnesi mikla athygli í vikunni. Ein eign fór á 850 milljónir króna og kostaði fermetrinn vel yfir milljón. Er talið að um Íslandsmet í kaupverði sé að ræða. Á sama tíma vantar sárlega margar minni eignir á markað.

Íslandsbanki spáir vaxtalækkun í mars en Landsbankinn telur að vextir verði óbreyttir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí