Spáir því að Lilja Björk verði rekin: „Þetta hefur alltaf endað á sama veg“

„Forstjóri fyrirtækis ákveður upp á sitt eins dæmi, að eigandi ráði engu um framþróun fyrirtækisins.  Þetta hefur gerst nokkrum sinnum á Íslandi og alltaf endað á sama veg.  Forstjórinn hefur þurft að leita sér að nýrri vinnu.“

Þetta skrifar Marinó G. Njálsson á Facebook en hann vísar til ákvörðunar Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, um að falla ekki frá kaupum á TM tryggingum þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu fjármálaráðherra. Hann telur útséð að Lilja Björk muni tapa þessum slag. Marinó heldur áfram:

„Nú verður spennandi að sjá, hvort bankastjóra Landsbankans verði sagt upp störfum, eftir að hún taldi sig ráða meiru um ríkisvæðingu stórs tryggingafélags í gegn um bankann sem hún stjórnar, en fjármálaráðherra sem þó fer með 98% hlut ríkisins í Landsbankanum.  Ég er ekki að sjá Þórdísi Kolbrúnu gefa eftir, enda gæti hún í leiðinni látið af öllum draumum um að verða formaður Sjálfstæðisflokksins.  Held að Lilja Björk hafi átt að velja sér annan slag en þennan.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí