Vill rannsókn á skrýtnum TM-kaupum: „Einu sem hagnast eru hluthafar Kvikubanka“

Frá því að kaup Landsbankans á TM tryggingum voru kynnt þá hefur mest orka, hjá bæði fjölmiðlum og stjórnmálafólki, farið í að deila um hvort banki í eigu almennings eigi að kaupa nokkuð stórt fyrirtæki. Minni umræða hefur átt sér stað um hver hagnast í raun á þessum kaupum, um hina klassísku spurningu „Cui bono?“

Það hefur þó Gylfi Blöndal gert en færsla sem hann birtir á Facebook í gær hefur vakið talsverða athygli. Hann segir að allt bendi til þess að þetta séu afar léleg kaup fyrir Landsbankann, og þannig almenning, og gefur sterklega í skyn að stjórnendur bankans viti það vel og séu viljandi að sóa pening bankans. Hvers vegna sé þó önnur spurning, en það sé ákveðin vísbending að þessi sala bjargar Kviku banka, jafnvel undan þroti, í það minnsta um stund. Eitt sé þó ljóst, þetta stemmir ekki alveg.  

„Það er eitthvað skrýtið í gangi. Vissuð þið þetta?⁉ TM er keypt á yfirverði, um 3 ma. hærra en bókfært verð hjá Kvikubanka. Næsta tilboð var um 8 ma. lægra en tilboð Landsbankans. Rekstur Kvikubanka var ekki góður á síðasta ári.  Með því að selja TM verður hagnaður Kviku banka um 3 ma. Á síðasta hluthafafundi Kviku var samþykkt að nota fjármunina til að greiða hluthöfum arð en ekki til að laga reksturinn,“ segir Gylfi og heldur áfram:

„Ef næsta boð hefði verið hæsta boð væri tap á rekstri Kviku á bilinu 5 – 7 ma. Bankaráðið leitaði ekki leyfis fyrir kaupunum og fékk það því ekki.  Formaður og varaformaður bankaráðsins hættu í ráðinu rétt áður en tilkynnt var um kaupin. Tryggingar bankastjóra og bankaráðsmanna ná ekki yfir tjón nema farið hafi verið að lögum og reglum. Þeir einu sem hagnast á þessum kaupum eru hluthafar Kvikubanka. Ef þér finnst þetta skipta máli og að verið sé að þagga umræðuna, þá er um að gera að deila og líka. Ekki leyfa „þeim“ að þagga þetta!,“ skrifar Gylfi og margir svöruðu því kalli, eða um þúsund Íslendingar.

Einn þeirra er Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírta, sem virðist telja fulla ástæðu til þess að kanna þennan gjörning betur. „Þarf enn einu sinni að setja af stað rannsókn út af skuggalegum vinnubrögðum í fjármálafyrirtækjum? Þarna er verið að sýsla með almannaeigur, sem gerir þetta alvarlegt ef rétt er,“ skrifar Björn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí