Starfsmaður ísraelska ríkisútvarpsins að baki herferð gegn Bashar

Ísraeli sem stóð að baki herferð gegn Bashar Murad í Söngvakeppninni er starfsmaður ísraelska ríkissjónvarpsins. Mannlíf greinir frá þessu. Samstöðin hefur áður fjallað um herferð mannsins, sem heitir Yogev Segal, en hann er stofnandi Facebook-hópsins Israeli-Icelandic conversation. Sá hópur er í raun er þetta nokkurs konar aðdáunarklúbbur þeirra Íslendinga sem styðja Ísrael.

Segal hvatti alla meðlimi þessa hóps til að kjósa Heru Björk í lokakosningu Söngvakeppninnar. Hann lagði til að stuðningsmenn Ísrael á Íslandi reyndu að fá sem flesta til að kjósa lag Heru Bjarkar. Það væri öruggasta leiðin til að sjá til þess að Palestínumaður sjáist ekki á sviði í Svíþjóð í vor.   

Innan fyrrnefnds hóps þá viðurkennir Segal fúslega að hann starfi fyrir ísraelska ríkissjónvarpið, KAN, sem líkt og hið íslenska ber ábyrgð á Eurovison þátttöku Ísraelsríkis. Hann gefur í skyn að fréttaflutningur af herferð hans sé vatn á myllu samsæriskenninga. Hann segist ítreka að Ísrael hafi ekki skipt sér af kosningum á Íslandi.  

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí