Tæpur helmingur launafólks á Íslandi hefur það skítt

Um 40 prósent launafólks á Íslandi segir fjárhagsstöðu sína slæma. Þetta kemur fram í nýbirtri árlegri rannsókn Vörðu – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins um stöðu launafólks á Íslandi. Launafólk var spurt ýmsar spurningar um fjárhagsstöðu sína og í grófum dráttum má segja að svör hafi verið neikvæð hjá um 40 prósent.

 Það á til að mynda við um hlutfall launafólks sem sagðist eiga erfitt með að ná endum saman. Um 25 prósent sögðust eiga nokkuð erfitt með það, um 9 prósent sögðu það erfitt og um 5 prósent sögðust eiga mjög erfitt með að ná endum saman. Hlutfallið var enn hærra ef einugis var horft til þeirra sem minna mega míns, svo sem innflytjenda eða einstæðra foreldra.

Launafólk var einnig spurt hvort það gæti mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Um 38 prósent launafólks sagðist ekki geta það. Ofan á það voru um tíu prósent sem sögðust ekki vera viss.

Svo var launafólk beðið um að bera saman kjör sín í dag og kjör fyrir ári. Aftur var niðurstaðan að samtals sögðust tæplega 40 prósent að þau hefðu versnað. Um 25 prósent sögðu þau hafa versnað nokkuð en um 13 prósent sagði stöðu sína mun verri en fyrir ári. Athygli vekur að mjög fáir segjast hafa það betra en fyrir ári. Einugis um 23 prósent segjast hafa það betra. Stór hópur, um 35 prósent, sér engan marktækan mun á milli ára.

Hér má lesa ítarlega skýrslu Vörðu um stöðu launafólks í heild sinni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí