Ungur konur ættu að djamma minna og kaupa frekar hlutabréf

 „Ég hef stundum sagt við ungar konur, sem eru að stíga sín fyrstu skref, að ef þeim finnst þær ekki hafa ráð á að leggja neitt fyrir eða setja í fjárfestingar, þá geti þær byrjað á að sleppa því að fara út á lífið eina helgi í mánuði. Og notað svo þann pening í að kaupa bréf eða setja í sjóð. Í kauphöllinni geturðu til dæmis keypt eitt bréf í félagi og það kostar ekkert mikið. Það er ákveðin byrjun!“

Þetta eru skilaboð Guðbjargar Eddu Eggertsdóttur, fyrrverandi forstjóra Actavis á Íslandi, til ungra kvenna á Íslandi. Þetta kemur fram í nokkurs konar viðtali við hana sem Arion banki birtir á vef sínum. Í raun má segja að viðtalið sé auglýsing eða kynning með það að markmiði að sannfæra almenning um að kaupa hlutabréf í Kauphöll Íslands.

Guðbjörg Edda reynir þó ekki að draga fjöður yfir það að slík fjárfesting er ekki svo ósvipuð „fjárfestingu“ í spilavíti. Sumir græða helling meðan aðrir tapa öllu í næstu kreppu. Í það minnsta viðurkennir Guðbjörg Edda að oft er ekki meira að baki ákvörðun um að kaupa ákveðin hlutabréf en góð tilfinning.

 „Það er dálítið mikið bara gut feeling – einhver tilfinning. Ég hef aldrei haft neitt gaman af því að fjárfesta í ríkisskuldabréfum eða einhverju svoleiðis, og hef fyrst og fremst haft áhuga á félögum sem eru, eða ætla sér, í heilbrigðisgeirann. Af því að ég hef mest vit á því sviði. Þar finnst mér ég geta metið hvort um er að ræða hugmynd sem náð getur einhverri markaðshlutdeild.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí