Ungverjar styðja ekki Rutte sem nýjan framkvæmdastjóra NATO – Einróma samþykkis er þörf

Ungverska ríkisstjórnin getur ekki stutt Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra Hollands, sem næsta framkvæmdastjóra NATO. Péter Szijjartó utanríkisráðherra Ungverjaland útilokaði það á blaðamannafundi í dag.

Rauters greinir frá því að Szijjartó hafi sagt að ungverska stjórnin gæti alls ekki stutt mann í stól framkvæmdastjóra NATO sem hefði áður „viljað þvinga Ungverjaland niður á hnén.“ Vísaði Szijjartó þar til deilna milli Ungverjalands og Evrópusambandsins þar sem Rutte hefur iðulega sett spurningamerki við stjórnarfar í Ungverjalandi og jafnvel við veru landsins í Evrópusambandinu. 

Ungverski fjölmiðillinn Telex greinir frá því að persónuleg óvild ríki milli Viktors Orbán forsætisráðherra Ungverjalands og Rutte. Árið 2020 neitaði Orbán til að mynda að nefna nafn Rutte eftir deilur um fjárlög Evrópusambandsins. „Ef ekki næst samkomulag verður það ekki mér að kenna, heldur út af hollenska gaurnum,“ sagði Orbán meðal annars. 

Nokkrum mánuðum síðar sagði Rutte í hollenska þinginu að hann væri feginn því að líkjast ekki „þessum manni“ og vísaði þar til Orbán. Árið 2021 kallaði Szijjartó utanríkisráðherra Rutte Ungverjalandsfób, það er að hann væri andsnúinn Ungverjalandi sem slíku, eftir að Rutte hafði sagt það sína skoðun að Ungverjaland ætti ekki lengur heima í Evrópusambandinu.  

Þá hjálpar ekki til, fyrir Rutte, að Kaja Kallas forsætisráðherra Eistlands hefur um nokkra hríð verið talinn líklegur kandídat. Fyrir skemmstu þótti afar líklegt að Rutte yrði arftaki Jens Stoltenberg, með því að Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar og Þjóðverjar höfðu beinlínis lýst því að ríkin styddu hann. Um síðustu mánaðarmót hafði Rutte stuðning 20 af aðildarríkjunum 31, en Svíþjóð verður 32 ríkið í bandalaginu þegar það fær inngöngu. 

Hins vegar er það svo að öll aðildarríkin verða að samþykkja útnefningu nýs framkvæmdastjóra. Því gæti eitt aðildarríki, Ungverjaland til dæmis, komið í veg fyrir skipun Rutte. 

Vitað er að Austur-Evrópuríkin yrðu hamingjusamari með framkvæmdastjóra sem einnig kæmi austan að, til að mynda Kaju Kallas forsætisráðherra Eistlands. Með skipun framkvæmdastjóra frá einu af Austur-Evrópuríkjunum í NATO væri verið að senda skýr skilaboð til Rússa, auk þess sem Kallas yrði fyrsta konan til að gegna framkvæmdastjórastöðunni. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí