Boðar stórlega aukin útgjöld til hernaðar

„Und­an­far­in ár höf­um við aukið fjár­veit­ing­ar til ör­ygg­is- og varn­ar­mála jafnt og þétt, og ég legg áherslu á að við höld­um áfram á þeirri braut af full­um þunga,“ skrifar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra í Mogga dagsins.

Krafa Nató á aðildarríki eru að 2% af landsframleiðslu fari til hernaðar og varnarmála, sem myndi nema um 90 milljörðum króna fyrir Ísland. Hingað til hefur Ísland verið undanþegið þessum kröfum, einkum á þeim tíma þegar fæst lönd stóðu undir þessu. Undanfarin misseri hafa öll lönd Evrópu, sem tilheyra Nató, stóraukið framlög sín og eru mörg komin langt yfir þessi 2%. Talið er að á næstum árum muni krafan um framlag til hernaðar og varnarmála aukast í 2,5%, sem væru yfir 110 milljarðar króna á Íslandi.

„Þýðing­ar­mesta fram­lag Íslands hef­ur helg­ast af legu lands­ins í miðju Norður-Atlants­hafi,“ skrifar Bjarni í Moggann. „Þannig styðjum við eft­ir­lit og viðbúnað banda­lags­ins með rekstri rat­sjár­kerfa og annarra varn­ar­innviða, auk gisti­ríkjaþjón­ustu fyr­ir liðsafla banda­lags­ríkja á ör­ygg­is­svæðinu í Kefla­vík – meðal ann­ars í tengsl­um við loft­rým­is­gæslu og varn­aræf­ing­ar. Þá hafa Íslend­ing­ar farið til borg­ara­legra starfa í tengsl­um við verk­efni banda­lags­ins og í höfuðstöðvum þess og her­stjórn­um. Við höf­um sömu­leiðis tekið að okk­ur þjálf­un úkraínskra sjó­liðsfor­ingja, stutt við inn­kaup Tékk­lands á skot­fær­um fyr­ir Úkraínu og ráðist í ýmis verk­efni í krafti smæðar­inn­ar – þ. á m. her­gagna­flutn­inga og fær­an­legt neyðar­sjúkra­hús.“

Af skrifum Bjarna má ráða að ráðherrarnir í ríkisstjórninni hafi fallist á að Ísland muni auka framlög sín til hernaðar. Lengi vel var það talið að Ísland væri undanþegið þessari kröfu vegna þess að hér er enginn her. En af orðum Bjarna og ákvörðun ríkisstjórnarinnar á undanförnum misserum er augljóst að það skjól er að falla. Þessi stefnubreyting hefur hins vegar ekki verið rædd opinberlega, svo óljóst er hver afstaða almennings er til þess að færa um 90 milljarða króna úr grunnkerfum samfélagsins yfir í hernað og varnarmál. Það var líka stefnubreyting að nota íslenskt skattfé til að kaupa skotfæri og senda til Úkraínu, en sú stefnubreyting var ekkert rætt, hvorki á Alþingi né annars staðar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí