Egill Helga og athafnamaður í harðri rimmu – Hvað er að þér?

Lífleg og hvöss umræða hefur skapast á síðu Egils Helgasonar á facebook þar sem blaðamaðurinn góðkunni skrifar með gagnrýnum hætti um svokallaða athafnamenn.

Egill bendir á að í eina tíð hafi hugtakið staðið undir nafni. Dæmi um athafnamenn hafi verið Alli ríki fyrir austan eða Pálmi í Hagkaup. Svo deilir hann frétt um mann sem er grunaður um misjafna hluti en kallaður athafnamaður.

„Nú er eins og merkingin hafi breyst og orðið athafnamaður sé notað um menn sem setja fyrirtæki á hausinn en rísa upp aftur, dansandi á mörkum þess sem er löglegt og siðlegt,“ segir Egill.

Við þessu bregst athafnamaðurinn Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrum bankastjóri sem fékk á sig fangelsisdóm eftir hrun. Hann varð síðar forstjóri Niceair sem flaut beint frá Akureyri skamman tíma áður en reksturinn fór á hausinn.

„Nokkurs konar Jantelov, Jörvagleði, illmælgi og illkvittni í sömu tilfinningu. Ef menn meika það eru þeir glæpónar og gróðapungar, ef illa gengur eru þeir lúserar eða tukthúsmatur,“ segir Þorvaldur Lúðvík.

Svo hnykkir hann út svo undan svíður með því að hjóla persónulega í Egil: „Er ekki bara best að vera ríkisstarfsmaður á jötunni, Egill Helgason?“

Egill svarar fullum hálsi:

„Er það að vera á jötu að starfa hjá ríkinu? Hvaða vitleysa er þetta?“

Þorvaldur Lúðvík skrifar þá:

„Tjah, jatan sú virðist ótæmandi. Þekki ekkert til þessa manns, en sem Íslendingum virðist okkur tamara að dæma og gagnrýna fremur en hrósa og samgleðjast“

„Hvað er að þér?“ Spyr Egill þá. „Hvers konar fásinna er þetta? Ríki og sveitarfélög standa í margvíslegri þjónustu við borgara þessa lands og að því kemur ólíkt fólk með alls konar bakgrunn og menntun. Og fæst á háum launum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí