Sú ímynd sem stjórnvöld í Sydney, Ástralíu vilja varpa út á við er líklega hið táknræna óperuhús svo hin fallega bogabrú Harbor Bridge. Þau kæra sig líklega ekki um að ferðafólk viti af ástandinu í barnaverndarmálum í borginni þar sem starfsfólk sem sinnir þessum málum er í nauðvörn fyrir börnin, þau standa vörn gegn útvistun. Útvistunarstefna stjórnvalda er að eyðileggja kerfið að sögn starfsfólks innan kerfisins og leiðir til of lítillar mönnunar. Viðmótið sem þau mæta hjá Labor-stjórninni sem á að vera þeim vinveitt er tómlæti.
Verkfallið sem byrjaði í gær gæti orðið allt að þriggja vikna verkfallsaðgerðum sem verða framkvæmdar í taktískum lotum. Ástæðan er langvarandi undirmönnum í barnavendarþjónustu.
Launafólkið krefst að þjónustan verði innvistuð aftur til hins opinbera geira og að umtalsverðrar launahækkun og aukið verði á nýliðun.
Starfsfólk segir að þörf sé á 500 starfsmönnum til viðbótar og vilja að fósturvistun verði aftur á vegum hins opinbera. Tölur frá ráðuneytinu sýna að lausar stöður barnaverndarstarfsfólks hafa aukist um 250 prósent það sem af er ári og hefur kerfið misst fleiri starfsmenn en þau eru að ráða.
Talsmaður stéttarfélagsins PSA sagði að fólk sem stæði ekki á sama hefði loks ákveðið að grípa til aðgerða vegna áhyggna af því að langvarandi undirmönnun skildi viðkvæmustu börn ríkisins eftir í hættu á að hljóta alvarlegan skaða.
Stéttarfélagið er Félag opinberra starfsmanna (PSA), sem er í forsvari fyrir starfsmenn barnaverndar í Nýju Suður-Wales. Kjörorð er SAMSTAÐA – MÁTUR – VIRÐING
Vinnurekandi er Samfélags- og dómsmálaráðuneytið í Nýja Suður-Wales
Mynd: Frá samstöðufundi í gær.
Mynd 2: Flottir bolir og skilaboð.