Hvers kyns hlutskipti er það að vera láglaunamanneskja í hjarta Evrópu eftir heimsfaraldur og þegar stríð er í bakgarðinum sem varð til þess að verð á orku og mat hækkaði hlutfallslega mikið meira en allir aðrir liðir í verðbólgunni? Það er ekki eins og láglaunafólk geti valið sig frá neyslu á mat og orku því jú, þetta eru nauðsynjar.
Skoðum tölur frá hagstofu Þýskalands, byrjum á verði á mat tökum fjögurra ára tímabil frá janúar 2020 til janúar 2024 sjáum við að hækkun upp á 33 prósent. Síðan er önnur nauðsyn sem enginn getur valið sig frá og það er orka. Það er húsnæðiskostnaður og bensín. Hækkunin fyrir samatímabil er 47,6 prósent.
Það er nauðsynlegt að hafa fyrrgreindu staðreyndirnar á hreinu þegar rýnt er í nýja kjarasamninga hjá 20 þúsund flugvallarstarfsfólki Lufthansa sem voru undirritaðir 27. mars og fer síðan í atkvæðagreiðslu til launafólksins nú um miðjan apríl.
Verdi náði að semja um afturvirka 7 prósent hækkun frá 1. janúar fyrir 2024 sem að lágmarki þýðir 280 evrur á mánuði. Krafan var 12,5 prósent sem væri þá 500 evrur að lágmarki, síðan 2025 verður hækkun í mars um 2 prósent. Allir sjá að þetta er veruleg eftirgjöf og alls ekki er víst Verdi fái þessa samninga samþykkta af sínum félögum.
Mynd: Verdi samstöðufundur fyrir framan flugmiðstöð Lufthansa í Frankfurt, 7. febrúar 2024