Frestun þingfundar þýði að stjórnin sé nálægt því að ná saman?

„Við óskuðum eftir að stjórnarmál yrðu tekin af dagskrá og forseti varð við því,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í samtali við Samstöðina efrir að Birgir Ármannsson frestaði þingfundi klukkan 15.05 eftir örstuttan fund. Loks þegar þing kom saman að loknu páskafríi.

„Held þetta þýði kannski að þau séu að ná saman án þess að ég geti fullyrt það,“ segir Þórhildur Sunna.

Í morgun sagði Birgir þingforseti á Rúv að ástæðulaust væri að „fara á taugum“ þótt starfstjórn hefði ekki sama umboð til að setja mál á dagskrá og lögformleg ríkisstjórn.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að klára öll mál.

Ekki liggur enn fyrir hver verður næsti forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí