Hika ekki við að ráða inn verkfallsbrjóta

Í Kaliforníufylki er sýsla sem heitir Santa-Clara í hjarta Sílikondalsins. Borgin á og rekur spítala þar sem um 4 þúsund hjúkrunarfræðingar voru í 3 daga verkfalli í byrjun þessa mánaðar.

Kröfur hjúkrunarfræðinganna er 15 prósent launahækkun sem kemur að fullu til framkvæmda í október 2025. Auk þess krefjast þeir bættra mönnunar vinnuaðstæðna og að stjórnendur spítalanna láti af því að ráða inn verkfallsbrjóta sem grefur undan áhrifamætti verkfallsaðgerðanna.

Stjórnendur spítalanna hafa boðið 13 prósent hækkun. Santa Clara-sýsla ber fyrir sig 250 milljóna dollara halla á rekstri spítala samstæðunnar. Sýslan virðist þó hafa fundið 20 milljónum dollara í að fá þúsund verkfallsbrjóta í hjúkrun í verkfallinu í stað þess að ganga frá samningum.

Stéttarfélag hjúkrunarfræðinganna heitir the Registered Nurses Professional Association (RNPA) . Hér má lesa yfirlýsingu frá félaginu um þessa vinnudeilu. Viðsemjendur er Santa Clara-sýsla

Mynd: Á kröfuskiltunum hjá hjúkrunarfræðingnum í Santa Clara-sýslu segir meðal annars: „Hetjur meðhöndlaðar eins og núll!“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí