Í Kaliforníufylki er sýsla sem heitir Santa-Clara í hjarta Sílikondalsins. Borgin á og rekur spítala þar sem um 4 þúsund hjúkrunarfræðingar voru í 3 daga verkfalli í byrjun þessa mánaðar.
Kröfur hjúkrunarfræðinganna er 15 prósent launahækkun sem kemur að fullu til framkvæmda í október 2025. Auk þess krefjast þeir bættra mönnunar vinnuaðstæðna og að stjórnendur spítalanna láti af því að ráða inn verkfallsbrjóta sem grefur undan áhrifamætti verkfallsaðgerðanna.
Stjórnendur spítalanna hafa boðið 13 prósent hækkun. Santa Clara-sýsla ber fyrir sig 250 milljóna dollara halla á rekstri spítala samstæðunnar. Sýslan virðist þó hafa fundið 20 milljónum dollara í að fá þúsund verkfallsbrjóta í hjúkrun í verkfallinu í stað þess að ganga frá samningum.
Stéttarfélag hjúkrunarfræðinganna heitir the Registered Nurses Professional Association (RNPA) . Hér má lesa yfirlýsingu frá félaginu um þessa vinnudeilu. Viðsemjendur er Santa Clara-sýsla
Mynd: Á kröfuskiltunum hjá hjúkrunarfræðingnum í Santa Clara-sýslu segir meðal annars: „Hetjur meðhöndlaðar eins og núll!“