Hótað atvinnumissi

Það er rökrétt að álykta að ef starfið er hættulegt fyrir heilsuna, ætti sú áhætta að endurspeglast í hærri launum. Hins vegar er það ekki alltaf raunin í okkar samfélagi. Gott dæmi um þessa þversögn eru 257 námumenn í Covilhã, Portúgal, sem er sveitarfélag í hlíðum hæsta fjallagarðs landsins.

Þessir verkamenn kröfðust þess að fá 13 prósent launahækkun en þeim var hins vegar mætt með atvinnumissis hótun af hálfu vinnurekanda.

Námuverkamennirnir voru í verkfalli fyrstu þrjár klukkustundirnar á hverri vakt frá 14. mars til að fá leggja áherslu á sína kröfu. Vinnurekandin hélt því fram að tilboð sitt um 6 prósent hækkun auk einnar evru aukalega í dagpeninga, sem stéttarfélagið samþykkti að lokum, væri það eina sem það hefði efni á. Fyrirtækið sagði tilboð sitt „þrefalt hærra en verðbólgan“.

Það er skemmst frá því að segja að þessi hótun vinnurekandas virkaði og samið var um 6 prósent hækkun.

Vinnurekandin er Beralt Tin and Wolfram, sem er dótturfélag kanadíska fyrirtækisins Almonty Industries.

Stéttarfélagið er Confederação Geral dos Trabalhadores Portugueses – Intersindical Nacional (CGTP-IN) og STIM (Sindicato dos Trabalhadores das Indústrias Metalúrgicas). CGTP-IN má lýsa sem ASÍ Portúgals og STIM sem stéttarfélagi námuverkamanna.

Mynd: Verkamenn Beralt Tin og Wolfram (Portúgal), Minas da Panasqueira og síðan mynd 2 er námuverkamaður að störfum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí