Hyggjast flytja mörg tonn af úrgangi og að minnst kosti fimm lík niður af Everest

Í næstu viku mun þrjátíu manna hópur nepalskra hermanna og sérpneskra leiðsögumanna halda í grunnbúðir Everest. Tilgangurinn: Að týna saman tíu tonn af rusli af hæsta fjalli heims, og flytja til byggða lík fimm fjallgöngumanna. 

Klifurtímabilið í Himalajafjallgarðinum er um það bil að hefjast en undanfarin fimm ár hefur það hafist á því að fjarlægja rusl og hvers konar úrgang af Mount Everest. Frá árinu 2019, þegar sérstakt átaksverkefni þar um hófst, og fram til síðasta árs hefur nepalski herinn með aðstoð Sjerpa safnað saman 110 tonnum af rusli og komið því til byggða. 

Þá stendur, sem fyrr segir, til að flytja til byggða lík fimm fjallgöngumanna sem létust í tilraun sinni til að sigrast á fjallinu. Gríðarlegum erfiðleikum er bundið að nálgast lík fjallgöngufólks sem dáið hefur á Everest sökum veðurs, súrefnisskorts og allra aðstæðna. Á síðasta ári létust tólf fjallgöngumenn á fjallinu svo staðfest sé, og fimm er enn saknað, þó ljóst sé að þeir hafi einnig látist. 

Langflestir þeirra sem reyna að klífa hið 8.849 metra háa fjall gera það frá Nepal, þó einnig sé hægt að klífa fjallið frá Tíbet. Á síðasta ári gáfu nepölsk stjórnvöld út leyfi til handa 478 fjallagöngumönnum sem hugðust reyna sig við fjallið, og hafa þau aldrei verið fleiri. Fjöldi fólks á fjallinu er þó margfalt hærri þar eð sérpneskir leiðsögumenn, aðstoðarfólk hvers konar auk annarra eru einnig á staðnum. Af þessum sökum hefur síðustu ár verið mikil mannþröng á Everest og gríðarleg uppsöfnun á rusli. 

Einn mesti umhverfisvandinn er úrgangur úr fólki, eða á mannamáli, mannaskítur. Á þessu ári, í fyrsta skipti, verður öllum göngumönnum skilt að taka úrgang sinn með sér, í sérstökum pokum sem nepölsk stjórnvöld útvega hverjum og einum. Lætur nærri að bara þeir 478 fjallgöngumenn sem reyndu sig við Everest í fyrra hafi skilið við sig um 1,5 tonn af mannaskít, og þá á eftir að taka tillit til allra hinna.  

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí