„Tillagan er lögð fram fyrir hönd allra sem hafa gefist upp á ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vg. Við erum að færa ríkisstjórninni skýr skilaboð um að henni sé ekki lengur treystandi,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, fyrr í dag á Alþingi. Þar lagði hún fram, ásamt öðrum, vantrauststillögu á ríkisstjórninni. Einnig lagði hún til að þing yrði rofið og kosið yrði í september.
„Skoðanakannanir undanfarina missera taka af allan vafa um að, og sýna svo ekki verði á móti mælt, að ríkisstjórnin nýtur einungis stuðnings um þriðjungs þjóðarinnar. Þrátt fyrir það höfum við í stjórnarandstöðunni í hvívetna virt lýðræðið og stuðning þjóðarinnar við ríkisstjórnina í kosningum 2021. En nú hafa orðið þær vendingar á stjórnarheimilinu að það er með öllu óafsakanlegt að við sem kjörnir fulltrúar snúum blinda auganu að þeirri yfirgenglegu vanvirðingu sem ráðherrar þessarar ríkisstjórnar sýna gegn starfi sínu,“ sagði Inga enn fremur.
Inga sagði ríkisstjórnina verða að endurheimta traust til að starfa áfram, en það væri einungis hægt með kosingum. Hún vísaði svo einnig í tímamóta undirskriftarsöfnun gegn því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tæki við sem forsætisráðherra. Nú hafa rétt tæplega 42 þúsund skrifa undir þá söfnun.