Íslenskt undrabarn verðlaunað í MR

Daði Logason, nemandi í 10. bekk í Laugalækjarskóla, sigraði í stærðfræðikeppni sem Menntaskólinn í Reykjavík efndi til fyrr í vetur. Úrslit voru kunngjörð í hádeginu í dag að viðstöddu fjölmenni á hátíðarsal MR.

Alls voru tíu efstu nemendum í áttunda, níunda og tíunda vekk veittar viðurkenningar.

Daði bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur í tíunda bekk með 95 stig. Metþátttaka var þetta árið í keppninni, en alls spreyttu 150-160 úrvalsnemendur í stærðfræði sig á stærðfræðiþrautum, sem sumar hverjar kölluðu á sjálfstæða ályktunargáfu þátttakenda og þar með skapandi hugsun. Kom fram í máli stærðfræðikennara hjá MR sem veitti verðlaunin að Daði hefði tekið þátt í stærðfræðikeppnum framhaldsskólanna undanfarin ár með góðum árangri þrátt fyrir að vera enn í grunnskóla.

Arion banki veitti þremur efstu í hverjum árgangi peningaverðlaun. Auk þess fengu tíu efstu viðurkenningarskjal og reiknivél í viðurkenningarskyni.

Sólveig Guðrún Hannesdóttir, rektor MR, flutti tölu um sögu skólans fyrir verðlaunaafhendinguna.

(Myndir: Björn Þorláks)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí