Um 7.000 starfsmenn hjá Poșta Română hófu ótímabundið verkfall vegna launadeilna á mánudaginn 1. apríl en snéru aftur til vinnu á miðvikudaginn 3. apríl því ráðherra póstmála steig inn í deiluna. Stéttarfélag póstþjónustufólks í Rúmeníu (SLPR) krafðist upphaflega um 12 þúsund krónur (400 lei) mánaðarlegra launahækkana auk þess að fá hækkun á tryggðarbónus fyrir starfsmenn með langan starfsaldur.
Poșta Română brást harkalega við með því að höfða tvö dómsmál til að freista þess að fá verkfallið dæmt ólöglegt. Ekki nóg með það heldur réði ríkisfyrirtækið verkfallsbrjóta til að grafa undan áhrifamætti verkfallsins. SLPR birti myndir af 13 verkfallsbrjótum frá Búkarest sem sýndu brot fyrirtækisins.
SLPR var búinn að vara við því að ef launfólkið fengi ekki launahækkun myndu 90% vera með laun sem væri undir skilgreindum lágmarkslaunum í landinu. Ráðherra póstmála tilkynnti að verkfallinu lyki eftir að SLPR samþykkti tilboð sem var nokkuð nálægt kröfum þess, á bilinu 10.567 ISK til 11.170 ISK (350 til 370 lei)