Launaflólk náði fram sínum kröfum

Um 7.000 starfsmenn hjá Poșta Română hófu ótímabundið verkfall vegna launadeilna á mánudaginn 1. apríl en snéru aftur til vinnu á miðvikudaginn 3. apríl því ráðherra póstmála steig inn í deiluna. Stéttarfélag póstþjónustufólks í Rúmeníu (SLPR) krafðist upphaflega um 12 þúsund krónur (400 lei) mánaðarlegra launahækkana auk þess að fá hækkun á tryggðarbónus fyrir starfsmenn með langan starfsaldur.

Poșta Română brást harkalega við með því að höfða tvö dómsmál til að freista þess að fá verkfallið dæmt ólöglegt. Ekki nóg með það heldur réði ríkisfyrirtækið verkfallsbrjóta til að grafa undan áhrifamætti verkfallsins. SLPR birti myndir af 13  verkfallsbrjótum frá Búkarest sem sýndu brot fyrirtækisins.

SLPR var búinn að vara við því að ef launfólkið fengi ekki launahækkun myndu 90% vera með laun sem væri undir  skilgreindum lágmarkslaunum í landinu. Ráðherra póstmála tilkynnti að verkfallinu lyki eftir að SLPR samþykkti tilboð sem var nokkuð nálægt kröfum þess, á bilinu 10.567 ISK til 11.170 ISK (350 til 370 lei)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí