Ný könnun Maskínu sýnir mikla sveiflu til Höllu Hrundar Logadóttur á einni viku, hún stekkur úr 10,5% fylgi í 26,2%. Aðrir frambjóðendur missa fylgi til Höllu Hrundar og Katrín Jakobsdóttir mest. Halla Hrund er sá frambjóðandi sem nýtur mest fylgis meðal hinna elstu og alveg niður í aldurshópinn undir þrítugu, þar sem Jón Gnarr nýtur mest fylgis.
Niðurstöður könnunarinnar eru þessar (innan sviga breyting frá könnun frá því fyrir átta dögum):
Halla Hrund Logadóttir: 26,2% (+15,7 prósentur)
Katrún Jakobsdóttir: 25,4% (–6,0 prósentur)
Baldur Þórhallsson: 21,2% (–2,8 prósentur)
Jón Gnarr: 15,2% (–3,7 prósentur)
Halla Tómasdóttir: 4,1% (–2,6 prósentur)
Arnar Þór Jónsson: 3,3% (–0,5 prósentur)
Ásdís Rán Gunnarsson: 1,5% (+0,2 prósentur)
Steinunn Ólína Þorsteinsson: 1,2% (–0,6 prósentur)
Ástþór Magnússon: 0,5% (– 0,4 prósentur)
Helga Þórisdóttir: 0,2% (+0,2 prósentur)
Eins og sjá má missir Katrín Jakobsdóttir mest fylgi til Höllu Hrundar, þá Jón Gnarr og síðan Halla Tómasdóttir og Baldur Þórhallsdóttir.
Auk þess sem Halla Hrund virðist hafa grafið undan fylgi Katrínar meðal eldra fólks má sjá það sama gerast meðal stuðningsfólks ríkisstjórnarflokkanna. Halla Hrund virðist því ná inn í þann hluta fylgis Katrínar sem aðrir frambjóðendur hafa síður náð til.