Nokkuð ljóst að Helga sé ekki treystandi

„Ég held það sé nokkuð ljóst að fólki eins og Helga sé alls ekki treystandi til að fara með rétt mál í þessum efnum, enda hreinar rangfærslur í máli hans í nýrri grein á Vísir.is í morgun. Það er mér líka fyrirmunað að skilja að hann geri lítið úr þekkingu starfsmanns Samtakana ’78, sem eru samtök sem vinna með trans ungmennum á hverjum einasta degi.“

Þetta skrifar Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir á Facebook en hún vísar í pistli sem Sjálfstæðismaðurinn Helgi Áss Grétarsson skrifar og birtist, líkt og fyrr segir, á Vísi í dag. Þar segist Helgi hafa áhyggjur af því hversu lítið er fjallað um notkun kynhormónabælandi lyfja og þá sér í lagi hjá börnum. Ugla segir Helga fara með margar fleipur í pistli sínum og kemst að þeirri niðurstöðu að Helgi sé vísvitandi að afvegaleiða umræðuna.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Uglu í heild sinni.

Ég held að þekking þeirra á þessum málaflokki sé töluvert yfirgrips meiri heldur en Helga, þótt hann sé lögfræðingur og „manneskja í þessu samfélagi“ eins og hann komst að orði. Erum við annars ekki öll manneskjur í þessu samfélagi?

En aftur að grein Helga – í greininni ritar hann:

„Það þykir mér sérstakt í ljósi þeirrar alþjóðlegu þróunar að æ fleiri sérfræðingar telja, miðað við núverandi upplýsingar, að ekki eigi að bjóða upp á kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni með kynama. Í Cass-skýrslunni er komist að slíkri niðurstöðu og hafa allir helstu fjölmiðlar heims fjallað um þá niðurstöðu, meðal annars Sky News, Washington Post og ABC News.“

Þetta er einfaldlega ekki rétt. Skýrslan segir það hvergi að meðferðir eigi alfarið að stöðva. Annað hvort er hér um að ræða að Helgi hafi ekki lesið niðurstöður skýrslunnar, eða hafi látið glepjast af þeim anti-trans áróðri sem ríkir í Bretlandi um þessi mál – en ýmsir hatursfullir einstaklingar og hópar sem beita sér gegn réttindum trans fólks hafa meðal annars mistúlkað niðurstöðurnar svona.

Þvert á staðhæfingar Helga þá telja alþjóðlegir sérfræðingar sem vinna með trans börnum og ungmennum, og vinna meðal annars að leiðbeiningum fyrir heilbrigðisstarfsfólk, ekki að það eigi að hætta meðferðum. Til að mynda þá er þessi meðferð ennþá í boði á öllum Norðurlöndunum fyrir trans börn og ungmenni.

Skýrslan segir heldur aldrei að það ætti ekki að bjóða upp á lyfjameðferðina, heldur sagði rannsakandi að það þurfi að endurskipuleggja þjónustuna í Bretlandi og sjá til þess að ungmenni fá betri hágæða þjónustu sem er byggt á frekari rannsóknum. Lengi hefur verið pottur brotinn þar í landi af sökum fjárskorts og manneklu í þessari þjónustu og ýmislegt sem þarf svo sannarlega að bæta.

 Túlkanir að það eigi að stöðva þjónustuna við trans börn og ungmenni eru því einfaldlega rangar.

Þess er líka vert að nefna að rannsakandinn hundsaði niðurstöður úr yfir 100 rannsóknum sem sýndu fram á jákvæð áhrif þessarar meðferðar, að sagði því að væri veikur grunnur fyrir lyfjameðferðinni.

Ástæður þess að hún kaus að notast ekki við þær mörgu rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessu sviði er vegna þess að þær voru ekki tvíblindar – sem væri í raun ómögulegt og eiginlega frekar ósiðlegt í þessu samhengi.

Til þess að þær væru það þá hefði þurft að prófa að gefa ungmennum blokkera og svo öðrum lyfleysu (e. placebo) til að rannsaka muninn. Það er auðvitað eitthvað sem aldrei gengi upp, og held ég að engin skynsamleg manneskja myndi styðja slíkt. Það er því augljóst að hér er verið að henda út rannsóknum sem styðja ekki við fyrirfram ákveðnar niðurstöður rannsakanda, enda engin raunbær ástæða til að notast ekki við þær.

Það er líka vert að undirstrika enn og aftur að skýrslan verður til í mjög fjandsamlegu umhverfi gegn trans fólki, og var eitthvað sem íhaldssflokkurinn þar í landi bað um. Fólk sem hefur eitthvað fylgst með stjórnmálum þar í landi vita að stjórnmálaumhverfið þar er mjög fjandsamlegt gegn hinsegin fólki yfir höfuð, en Bretland hefur fallið um fjölmörg sæti á lista yfir réttindi hinsegin fólks undanfarin ár. Skýrslan er því að mörgu leyti pólítískt útspil íhaldssamra afla sem vilja grafa undan réttindum trans fólks.

Við ættum því bara alls ekki að taka þau okkur til fyrirmyndar, enda þjónusta fyrir trans börn og ungmenni hérlendis mun betri en nokkurtímann í Bretlandi og varavert að reyna að yfirfæra þessar niðurstöður á íslenskt heilbrigðskerfi. Það er í raun bara mikil rökvilla og sýnir mikla vanþekkingu á þjónustunni hérlendis.

Lögfræðingar og manneskjur eins og Helgi ættu því að treysta þeim sérfræðingum sem sinna þessum málefnum hérlendis að halda áfram sínu starfi í samstarfi við fjölskyldur og ungmenni. Þau hafa bæði sérfræðiþekkinguna, reynsluna og burðina til að sinna henni, og vinna þar af heillindum. Það er einmitt þeim sem er treystandi fyrir þessu.

Þess væri því óskandi að fólk sem hefur aldrei unnið með trans ungmennum né sótt sér neina sérfræðiþekkingu á þessu sviði léti ekki sem þau viti betur en þau sem við eiga, eða setji fram illa ígrundaðar skoðanir og skoðanagreinar um málefni sem þau vita rosa lítið um. Það er nákvæmlega svoleiðis óverðskuldað sjálfsöryggi, fordómar og hroki sem afvegaleiða umræðuna og skapa upplýsingaóreiðu sem nú ríkir í Bretlandi um þessi mál.

Við verðum einfaldlega að gera betur – því annars erum við bara að fara að skaða ungt fólk og framtíð þeirra.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí