Palestína vill fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum en talið er ljóst að Bandaríkin beiti neitunarvaldi
Palestína hyggst fara fram á að fá fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum. Árið 2011 sótti Palestína um fulla aðild en hlutu ekki nægan stuðning til innan Öryggisráðsins. Þá lýstu Bandaríkin, helsta bandalagsþjóð Ísraels, því að þau myndu beita neitunarvaldi sínu ef Palestínu hefði tekist að tryggja sér stuðning níu af þeim fimmtán þjóðum sem í ráðinu sitja. Talið er fullljóst að Bandaríkin muni beita neitunarvaldi sínu nú.
Þær 140 þjóðir sem hafa viðurkennt Palestínu hafa sent Öryggisráðinu bréf þar sem farið er fram á ráðið taki að nýju upp umsókn Palestínu frá árinu 2011. Palestína er nú áheyrnarríki að Sameinuðu þjóðunum.
Bandaríkin hafa ítrekað lýst því að full aðild Palestínu að Sameinuðu þjóðunum geti ekki komið til nema að loknum friðarsamningum mili Ísreals og Palestínu. Sú afstaða hefur ekki breyst, sagði staðgengill sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, Robert Wood, síðastliðinn þriðjudag.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward