Tæpur þriðjungur styður Katrínu – Marktækur munur á henni og Baldri

Forsetakosningar 2024 18. apr 2024

Katrín Jakobsdóttir nýtur 31,4% stuðnings í framboði til forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Baldur Þórhallsson kemur henni næstur, með 24% fylgi, og er tölfræðilega marktækur munur á þeim tveimur. Vísir greinir frá. 

Jón Gnarr nýtur þriðja mesta stuðningsins samkvæmt könnuninni en 18,9% segjast styðja hann. Ekki er tölfræðilega marktækur munur á fylgi Jóns og  Baldurs. Halla Hrund Logadóttir mælist með 10,5% prósenta stuðning. 

Aðrir ná ekki yfir tveggja stafa tölu. Halla Tómasdóttir mælist með 6,7% stuðning, Arnar Þór Jónsson með 3,8% stuðning, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir með 1,8% og Ásdís Rán Gunnarsdóttir með 1,3%. Aðrir mælast undir einu prósenti. 

Öll þau þrjú efstu mælast með lítillega minna fylgi en í síðustu könnun Maskínu sem birtist 8. apríl síðastliðinn. Ekki er þó um marktækar breytingar að ræða í þeim tilfellum. Þá mældist Katrín með 32,9% fylgi, Baldur með 26,7% og Jón með 19,6%. Halla Hrund tekur hins vegar stökk á milli kannana en hún mældist síðast með 5,7% stuðning. Í þeirri könnun mældist Halla Tómasdóttir með 7,9% fylgi.

Könnunin fór fram dagana 12. til 16. apríl.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí