75 prósent einstæðra foreldra í BHM í fjárhagsvanda

 Samkvæmt nýrri lífskjararannsókn BHM eru 75 prósent einstæðra foreldra meðal félagsfólks BHM í vanda með að ná endum saman.

Í sambúð er hlutfallið 45 prósent.

Fólk sem starfar hjá Reykjavíkurborg á erfiðara með að láta tekjur duga fyrir útgjöldum sem og þeir sem starfa við félagsþjónustu. Þetta vekur athygli þeirra sem greindu svörin í lífskjarakönnuninni. Fólk sem starfar hjá Reykjavík í BHM er verr statt fjárhagslega en annað fólk í BHM sem starfar hjá ríki eða á almennum markaði.

Innan BHM starfa sjö af hverjum tíu félagsmönnum hjá hinu opinbera, svo sem í heilbrigðis- eða félagsþjónustu, fræðslustarfsemi eða opinberri stjórnsýslu. Heilt yfir á annar hver einstaklingur sem starfar innan félagsþjónustunnar í vanda með að fá tekjur sem duga fyrir útgjöldum. Það er hærra hlutfall en í öðrum greinum.

„Hér er rétt að geta þess að félagsþjónustan er eini geiri hins opinbera vinnumarkaðar sem er nánast alfarið á höndum Reykjavíkurborgar og sveitarfélaganna,“ segir í tilkynningu frá BHM.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí