Samkvæmt nýrri lífskjararannsókn BHM eru 75 prósent einstæðra foreldra meðal félagsfólks BHM í vanda með að ná endum saman.
Í sambúð er hlutfallið 45 prósent.
Fólk sem starfar hjá Reykjavíkurborg á erfiðara með að láta tekjur duga fyrir útgjöldum sem og þeir sem starfa við félagsþjónustu. Þetta vekur athygli þeirra sem greindu svörin í lífskjarakönnuninni. Fólk sem starfar hjá Reykjavík í BHM er verr statt fjárhagslega en annað fólk í BHM sem starfar hjá ríki eða á almennum markaði.
Innan BHM starfa sjö af hverjum tíu félagsmönnum hjá hinu opinbera, svo sem í heilbrigðis- eða félagsþjónustu, fræðslustarfsemi eða opinberri stjórnsýslu. Heilt yfir á annar hver einstaklingur sem starfar innan félagsþjónustunnar í vanda með að fá tekjur sem duga fyrir útgjöldum. Það er hærra hlutfall en í öðrum greinum.
„Hér er rétt að geta þess að félagsþjónustan er eini geiri hins opinbera vinnumarkaðar sem er nánast alfarið á höndum Reykjavíkurborgar og sveitarfélaganna,“ segir í tilkynningu frá BHM.