Skorar á forsetaefni að falla frá framboði

Magnús Davíð Norðdahl lögmaður og pírati skorar á þau sem mælast nú með töluvert fylgi sem forsetaframbjóðendur sem muni þó ekki duga til að veita þeim brautargengi til forseta, að draga sig í hlé og falla frá framboði. Annars dreifist atkvæðin of víða og fyrrverandi forsætisráðherra verði forseti í óþökk svo margra. Með því að frambjóðendur falli frá framboði aukist líkur á að Katrín Jakobsdóttir verði ekki forseti.

Þetta kemur fram í færslu á facebook frá Magnúsi.

„Fyrir einhvern sem ekki sér fram á að vinna getur sá hinn sami ráðið niðurstöðu eða í öllu falli haft mikil áhrif á hver verður næsti forseti. Ekki síst myndi slík viðleitni vafalaust tryggja að einhver annar en Katrín Jakobsdóttir yrði forseti þar sem hún er á sama tíma vinsælust og óvinsælust á meðal kjósenda. Líkast til myndi Baldur Þórhallsson græða mest á slíku enda sá frambjóðandi sem flestir nefna í öðru sæti á eftir sínum uppáhaldsframbjóðanda,“ segir Magnús.

„Þá spyr ég hin fimm efstu, hvort þau vilji frekar tapa í komandi kosningum eða ráða því hver skipar embættið næstu árin. Sá á kvölina sem á völina. Þetta á að einhverju leyti einnig við um frambjóðendur með minna fylgi þó áhrif af brotthvarfi þeirra yrðu ekki eins afgerandi.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí