Stjórnendur reyna að píska nemendur og starfsmenn til hlýðni

Í kjölfar vaxandi spennu milli háskólanema og stjórnenda Kaliforníuháskóla (UC), hafa 79 prósent af 48 þúsund akademískum starfsmönnum á öllum tíu starfsstöðum samþykkt verkfallsaðgerðir. Niðurstaða atkvæðagreiðslunar sem stéttarfélagið UAW Local 4811 tilkynnti um í gærkvöldi 4. maí, er bein afleiðing af langvarandi reiði vegna meðferðar háskólans á mótmælendum sem styðja Palestínu.

Verkfallsheimildin var samþykkt eftir atburðarás sem olli ugg og reiði meðal nemenda og kennara. Þann 30. apríl varð samstöðubúðir stuðningsmanna Palestínu við University of California, Los Angeles (UCLA) varð fyrir árás stuðningsmanna Ísraels, á meðan brást lögreglan ekki við, sem leiddi til meiðsla á aðgerðarsinnum. Daginn eftir voru búðirnar rýmdar af lögreglu með valdbeitingu. Sambærilegir atburðir voru við búðir stuðningsmanna UC Irvine og UC San Diego.

UAW 4811 hefur lagt fram kærur um óréttmætar aðferðir gegn starfsmönnum háskólans og krefst þess að hætt verði að bæla niður mótmæli, að árásir á nemendur verði teknar alvarlega og að háskólinn sýni afgerandi stuðning við réttindi Palestínumanna. Nemendur telja aðgerðir háskólans brjóta gegn rétti þeirra til frjálsrar tjáningar og skapa ógnandi andrúmsloft fyrir þá sem vilja láta rödd sína heyrast.

Í leit að lausn hefur UAW 4811 hvatt háskólann til samningaviðræðna til að ná samkomulagi um helstu kröfur, þar á meðal sakaruppgjöf fyrir handtekna mótmælendur, rétt til frjálsrar tjáningar á háskólasvæðum, fjárhagslegan aðskilnað frá fyrirtækjum sem græða á ástandinu í Gaza, gagnsæi varðandi fjármögnun og val fyrir rannsakendur að hafna fjármagni sem tengist hernaði Ísraels eða kúgun.

Háskólayfirvöld hafa svarað með því að lýsa verkfallsaðgerðirnar ólögmætar og vara við hugsanlegum agaviðurlögum fyrir þátttakendur. Þau halda því fram að þau virði málfrelsi en þurfi jafnframt að tryggja öryggi og friðhelgi háskólasvæðanna.

Stjórn UAW 4811 hefur nú heimild til að hefja verkfall ef ekki næst samkomulag við háskólann. Stéttarfélagið hefur gefið til kynna að það gæti beitt sértækum verkfallsaðgerðum sem beinast að einstökum skólum frekar en allsherjarverkfalli.

Þessi vinnudeila er hluti af stærra samhengi þjóðfélagslegra breytinga, þar sem háskólanemar og starfsmenn sameinast í baráttu fyrir réttlæti og gegn loftslagsbreytingum og alþjóðlegum átökum. Úrslit deilunnar gætu haft víðtæk áhrif á framtíð vinnusambands starfsmanna við háskóla í Bandaríkjunum.

Eins og staðan er núna, er búist við að báðir aðilar haldi áfram viðræðum í þeirri von að finna lausn. Hins vegar, í ljósi þess hversu djúpstæður ágreiningurinn er, er verkfall enn möguleiki sem getur orðið að veruleika.

Mynd: Samstöðufundur með Palestínu í Kaliforníuháskóla, Irvine, 15. maí 2024.

Mynd 2: Nemendur mótmæla þjóðarmorðinu á Gaza í UC Irvine, 15. maí 2024.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí