Uppboðsmarkaður á rafmagni um áramót

Lítil umræða hefur orðið um að Elma, dótturfélag Landsneta hf, býr sig undir að bjóða upp á uppboðsmarkað á rafmagni með dags fyrirvara. Í framhaldinu mun fyrirtækið bjóða upp á viðskipti með orku innan daga.

„Um er að ræða viðbót við vöruframboð Elmu orkuviðskipta, sem nýverið tók upp rafrænt uppboðskerfi fyrir langtímasamninga í samstarfi við króatísku kauphöllina fyrir raforku,“ segir í frétt frá fyrirtækinu.

Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Elmu, segist fagna að hafa gengið frá samningi sem komi á fót „virkum viðskiptavettvangi með skýru verðmerki á markaði sem veitir upplýsingar um stöðuna á orkumarkaði“ eins og hún orðar það.

Stefnt er að því að viðskiptin raungerist í ársbyrjun 2025. Þá mun Elma bjóða upp á uppboðsmarkað sem flokkast undir „alla virðiskeðjuna á orkumarkaði“ eins og það er orðað.

Mjög skiptar skoðanir hafa verið um áhrif sambærilegra breytinga í Skandinavíu. Dæmi eru um að verð til almennings hafi hækkað töluvert á köflum og hafa viðmælendur Samstöðvarinnar sem eru skeptískir á þessar breytingar kallað eftir pólitískri umræðu, enda Landsnet opinbert félag.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí