Lítil umræða hefur orðið um að Elma, dótturfélag Landsneta hf, býr sig undir að bjóða upp á uppboðsmarkað á rafmagni með dags fyrirvara. Í framhaldinu mun fyrirtækið bjóða upp á viðskipti með orku innan daga.
„Um er að ræða viðbót við vöruframboð Elmu orkuviðskipta, sem nýverið tók upp rafrænt uppboðskerfi fyrir langtímasamninga í samstarfi við króatísku kauphöllina fyrir raforku,“ segir í frétt frá fyrirtækinu.
Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Elmu, segist fagna að hafa gengið frá samningi sem komi á fót „virkum viðskiptavettvangi með skýru verðmerki á markaði sem veitir upplýsingar um stöðuna á orkumarkaði“ eins og hún orðar það.
Stefnt er að því að viðskiptin raungerist í ársbyrjun 2025. Þá mun Elma bjóða upp á uppboðsmarkað sem flokkast undir „alla virðiskeðjuna á orkumarkaði“ eins og það er orðað.
Mjög skiptar skoðanir hafa verið um áhrif sambærilegra breytinga í Skandinavíu. Dæmi eru um að verð til almennings hafi hækkað töluvert á köflum og hafa viðmælendur Samstöðvarinnar sem eru skeptískir á þessar breytingar kallað eftir pólitískri umræðu, enda Landsnet opinbert félag.