Bjarni leiðtogi í verklausri vinstri stjórn

Hvar er virðingin fyrir verkefninu?

Þannig spyr Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og gerir meðal annars að umræðuefni rifrildi ríkisstjórnarinnar sem ómar nú um allt land sem aldrei fyrr.

Offramboð er af greinum og facebook-statusum þar sem stjórnarliðar kvarta undan samstarfinu, að mati þingmannsins. Má nefna færslu Jódísar Skúladóttur í morgun á facebook þar sem hún sem þingmaður VG hæðist að Óla Birni Kárasyni og Jóni Gunnarssyni, þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.

„Mér hefur stundum fundist þessi ríkisstjórn vera eins og óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum og allt hverfið engist við að hlusta á þau,“ segir Þorbjörg Sigríður.

Pattstaða virðist uppi í stórum málum sem stjórnin kemur sér ekki saman um.

Þorbjörg Sigríður segir óljóst hvort Katrín Jakobsdóttir hafi í raun leitt hægristjórn eða hvort Bjarni Ben sé nú forsætisáðherrra vinstri stjórnar.

„Stærsti vandinn er samt ekki hvor merkimiðinn er réttari heldur að þessi stjórn ber enga virðingu fyrir verkefninu og er haldin algjöru verkstoli,“ segir þingmaður Viðreisnar.

Á sama tíma búi þjóðin við sturlaða vexti,  biðlistar séu vörumerki heilbrigðiskerfisins og stórir hópar barna ljúki grunnskóla án þess að geta lesið almennilega.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí