Einkavæðing grunnskóla næst á dagskrá?

Vera kann að einkarekstur grunnskólanna á Íslandi sé nær veruleikanum en margur hyggur.

Um þetta vitna raddir inni í stjórnkerfinu. Þá flutti framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs tölu við útskrift frá Háskólanum í Reykjavík um helgina. Hann vék orðum sínum að einkavæðingu grunnskólans á Íslandi.

Viðskiptaráð er oft notað í pólitískum tilgangi til að ryðja brautina fyrir stefnumál Sjálfstæðisflokksins hér á landi. Gestir sem heyrðu orð formannsins, Björns Brynjúlfs Björnssonar, segja að farið hafi um suma í salnum þegar talið barst að einkarekstrinum. Aðrir hafi verið ánægðir með ræðuna. Árangursmælingar svo sem Pisa sýni að í öllu falli þurfi uppskurð á skólakerfinu sem lengi var full sátt um að yrði á könnu hins opinbera.

Þeir sem telja að einkareknu grunnskólakerfi fylgir stóraukinn ójöfnuður segja oft grafið undir kerfum sem eru undir stjórn hins opinbera áður en einkavæðing er sett á dagskrá. Stundum sé fjársvelti eða staðið fyrir breytingum sem auki óánægju almennings með núverandi kerfi sem opni pólitíska leið til örlagaríkra breytinga.

Miklar og hraðar vendingar hafa orðið undir stjórn ráðherra eins og Illuga Gunnarssonar og Áslaugar Önnu Sigurbjörnsdóttur. Skiptar skoðnir eru um einkavæðingu grunnskólanna innan jafnt Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins samkvæmt heimildum Samstöðvarinnar. „Fólk þorir ekki að styðja þessar hugmyndir opinberlega af ótta við að allt verði vitlaust, en allir sjá að eitthvað þarf að gera,“ segir varaþingmaður í stjórnarmeirihlutanum.

Samstöðin hefur sent Birni Brynjúlfi fyrirspurn og falast eftir ræðu hans.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí