„Stjórnmálastéttir þjóna ekki lengur almenningi heldur peningaguðinum“

„Stjórnmálastéttir þjóna ekki lengur almenningi heldur peningaguðinum skilyrðislaust sem alltaf vill hámarka gróða sinn á kostnað sundraðs mannkyns. Úrkynjun stjórnmálastéttanna er lýðræðinu hættuleg.“

Þetta segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, í pistli sem hún birtir á DV. Hún segir að hin íslenska stjórnmálastétt eigi það sameiginlegt með kollegum sínum á meginlandinu að vera í engum tengslum við raunveruleika almennra borgara.

„Hinn nýi evrópski aðall er stétt stjórnmálamanna sem starfar um alla álfuna án rauntengingar við almenning í Evrópu. Margt er það fólkið sem gegnir æðstu embættunum sem aldrei hefur deilt kjörum með venjulegu fólki á vinnumarkaði. Á Íslandi eigum við líka dæmi um stjórnmálafólk sem vegna vensla eða flokkuppeldis hefur hlotið ábyrgðarstöður í íslensku samfélagi og jafnvel aldrei haft annan starfa. Ísland er bara míkrómynd af heiminum,“ segir Steinunn og bætir við:

„Hinn evrópski stjórnmálaaðall á það sameiginlegt að lúta vilja konunga sem nú um mundir í okkar veröld eru þeir sem eiga allt. Fyrirtækja- og fjármagnseigendur.“

Pistil Steinunnar má lesa í heild sinni hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí