„Þetta er hlutskipti fjölskyldunnar minnar“

Þrátt fyrir að fréttir frá Palestínu hafa sýnilega orðið færri dag frá degi í flestum fjölmiðlum, þá er það fjarri lagi að ástandið sé að skána í takt við það. Mohammed Alkurd, sem ætti að vera lesendum Samstöðvarinnar vel kunnur, kom hingað til lands sem flóttamaður frá Palestínu en á enn stóra fjölskyldu í Palestínu.

Líkt og Samstöðin hefur greint frá þá hefur hann haldið úti söfnun síðustu mánuði fyrir þá fjölskyldumeðlimi. Sú söfnun hefur meðal annars skilað hreinu drykkjarvatni til þeirra og annarra Palestínumanna. Einnig hefur safnast fyrir matvælum en hungursneyð hefur vofað yfir Palestínu í margar vikur.

Eitt fæst þó ekki fyrir peninga og það er að fá frið undan Ísraelsmönnum. Mohammed birtir á Facebook myndband sem skyldmenni hans tóku í nótt. Þau voru á vergangi um miðja nótt því sprengjur fóru að rigna yfir tjaldbúðir þeirra, að nafninu til flóttamannabúðir.

Mohammed segir svo sjálfur: „Ég engin orð lengur. Þetta er hlutskipti fjölskyldunnar minnar og annarra fjölskyldna líka. Þau flýja stanslaust frá einu svæði til annars með börnin. Oft um miðja nótt þurfa þau að fara af stað vegna stanslausra sprenginga á tjaldbúðirnar. Vonlaus staða á allan hátt. Við þökkum öllum þeim sem stóðu við hlið okkar í þessari þrautagöngu.“

Þeim sem vilja veita honum aðstoð er bent á eftirfarandi:

Kennitala: 241093-4259

Banka-og reikningsnúmer

0370-26-048030

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí