Svíþjóð – Vårdförbundet og Sveriges Kommuner och Regioner (SKR), hafa ekki náð samkomulagi. Í gær fjölgaði um 1.300 manns í verkfalli Vårdförbundet.
Verkfallið hefur staðið yfir síðan 4. júní á háskólasjúkrahúsunum í Stokkhólmi, Västra Götaland, Skåne, Östergötland, Västerbotten og Örebro. Í gær bættist við Värmland svæðið sem er fjalllendi í miðvesturhluta landsins.
Upphaflega átti aukið verkfallsboð að ná til aukalega 1.900 meðlima en eftir samningaviðræður var boðið alveg blásið af í Västmanland, þetta svæði sem má kalla á íslensku land Vesturmanna. Á því svæði eru 600 félaga sem fara þá ekki í verkfall.
„Við þurftum að bakka í Västmanland. Við tökum ábyrgðina“ segir Sineva Ribeiro, formaður Vårdförbundet.
Hvernig mun verkfall ykkar hafa áhrif á heilbrigðisþjónustuna?
„Það er augljóst að allt sem við gerum hefur áhrif á heilbrigðisþjónustuna. Þeir sjúklingar sem lífsnauðsynlega þurfa á þjónustu að halda munu fá heilbrigðisþjónustu.”
Aðaldeilumálið er stytting vinnuvikunnar. Stéttarfélagið vill styttingu vinnutíma um 75 mínútur á viku, eitthvað sem vinnurekendur segja að sé ekki hægt. Þeir halda því fram að það sé ekki fjárhagslega mögulegt.
Ekki sér fyrir lok þessa verkfalls.
„Það eru stöðug samskipti á milli sáttamiðlara og deiluaðila en við vitum enn ekki hvenær nýtt tilboð kemur frá sáttamiðlara,“ skrifar SKR í tölvupósti til SVT.
„Þeir vilja ekki gefa okkur það sem við krefjumst. Við höfum stefnu varðandi átökin. Við höfum möguleika á að leggja fram boð með 14 daga fyrirvara svo að vinnurekandinn geti fundið lausn,“ segir Ribeiro.
STAÐREYNDIR:
Frá 25. apríl hafa um það bil 68 þúsund meðlimir í Vårdförbundet neitað að vinna yfirvinnu. Á sama tíma var í gildi nýráðningarbann. Banninu var aflétt 4. júní.
Í maí stækkaði Vårdförbundet verkfallsboð sitt til að ná til fimm landssvæða: Stokkhólms, Västra Götaland, Skåne, Östergötland og Västerbotten.
Verkfallið hófst 4. júní og nær til eftirfarandi sjúkrahúsa:
- Skånes háskólasjúkrahús
- Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið
- Karolinska háskólasjúkrahúsið
- Linköpings háskólasjúkrahús
- Norrlands-háskólasjúkrahús
- Danderyds-sjúkrahúsið
- Söder-sjúkrahús
júní stækkaði verkfallið með fleiri vinnustöðum, þar á meðal heilsugæslustöðvum. Einnig er Värmland-svæðið í verkfalli.
Verkfallið nær til starfsstétta hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, geislalækningahjúkrunarfræðinga og lífefnafræðinga.