Áhrif gjaldþrots Skaganns 3X gætir víða um land

Mikilvægi fyrirtækisins Skaganns 3X nær víðar en bara fyrir samfélagið á Akranesi. Nær öll uppsjávarfrystihús landsins eru með búnað sem keyptur var frá Skaganum 3X og tæknimenn fyrirtækisins sem og íhlutir eru nauðsynlegir fyrir mörg byggðalög á landinu. Óvissa er um framtíðina.

Skaginn 3X lagði upp laupana í gær þegar fyrirtækið var lýst gjaldþrota eftir viðvarandi erfiðleika og öllum starfsmönnum, 128 manns, sagt upp á einu bretti. Fyrirtækið var keypt af þýskum iðnaðarrisa Baader, fyrir tveimur árum.

Vefsíðu Skaganns 3X hefur verið lokað og engar upplýsingar liggja fyrir um hvað tekur við. Mörg frystihús og útgerðir í kringum landið eru því í mikilli óvissu um hvernig þau munu fara að á vertíðinni því nær öll reiða sig á búnað frá Skaganum 3X.

Þannig er það fyrir frystihúsið Eskju í Eskifirði, þar sem frystar, vigtir og fleiri tæki voru fengin frá Skaganum. Nauðsyn hefur verið hingað til í upphafi vertíðar, en makrílvertíðin er nú að hefjast, að fá heimsóknir frá starfsfólki Skaganns 3X til að fara yfir búnað og gæta þess að allt virki vel, því miklir fjármunir eru í húfi.

Nú þegar hafa einhverjir starfsmenn samþykkt að sinna slíkri þjónustu sem sjálfstæðir verktakar, enda þörfin mikil. Það er þó ekki ljóst hvort það endist til langstíma, enda mun starfsfólkið þarfnast fullrar atvinnu í stað þeirrar sem það var að missa. Hvort einhver nái að fylla það tóm sem gjaldþrot fyrirtækisins skildi eftir sig veit enginn enn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí