Fjöldi öndunarfæraveira herja nú á landsmenn auk Covid – sumar skæðari

Það vakti athygli í gær að Landspítalinn gaf út tilkynningu um hertar sóttvarnir á spítalanum vegna mikils fjölda Covid-19 sjúklinga. Hlutar spítalans hafa verið einangraðir og grímuskylda er við lýði fyrir alla gestkomandi sem og starfsfólk. Faraldur smita hefur gengið um margar deildir spítalans í sumar og er það þriðja sumarið í röð af slíkri bylgju Covid smita.

32 eru nú í einangrun á spítalanum vegna Covid, en yfir sumarið hafa tilfellin verið mun fleiri.

Í dag ræddi Ingunn Steingrímsdóttir, deildarstjóri sýkingavarnardeildar Landspítala, við RÚV og sagði Covid aðeins eina af mörgum veirum sem væru í gangi þessa stundina og ekki sú skæðasta.

Öndunarfæraveirur á borð við hefðbundna inflúenseu, parainflúensu, hMPV, Rhino, NL63, HKU1, OC43 og 229E séu allar á kreiki þessa dagana og sumar eru skæðari en Covid. Allar eru þær þó með nánast sömu einkenni; flensueinkenni, hiti, höfuðverk, kvef og hálsbólgu og því getur verið erfitt að greina á milli þeirra án nákvæmra prófana.

Ingunn segir að með sumrinu verði mannamót fleiri og persónulegar sóttvarnir séu almennt minni en áður. Þá er einnig ljóst að bylgja ferðamanna til landsins hvert ár færir með sér eitthvað hlutfall af sýktum farþegum.

Þá er álagsaukningin á heilbrigðiskerfið vegna þessa gríðarleg, bæði vegna mun aukinnar vinnu við einangrun og sóttvarnaraðgerðir, sem og eins og Ingunn bendir á að starfsfólk hefur veikst líka.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí