„Ég hvet fólk til að taka rúnt í Grindavík“

„Þetta er mikill gleðidagur, ég byrjaði daginn á því að flagga,“ segir Magnús Gunnarsson, trillukarl og íbúi í Grindavík, um þau tíðindi að opnað hafi verið fyrir alla umferð inn í Grindavík. Hann verður til viðtals við Rauða borðið í kvöld um þessi tíðindi.

Hann segir að horft hafi verið fram hjá því að Grindvíkingar hafi farið í gegnum gamla Grindavíkurveginn og því hafi íbúar losnað undan því að þurfa fara í gegnum lokunarpóstanna. „En núna er bærinn bara opinn. Ég bara hvet fólk til að taka rúnt í Grindavík. Að sjá þetta bara með eigin augum. Ég hef fulla trú á því að ferðamenn fari að koma aftur. Þetta lifnar allt við þegar bærinn er opinn,“ segir Magnús.

Hann segir það mikinn létti að loksins sé búið að opna fyrir umferð inn í Grindavík. „Þungu fargi farið af manni,“ segir Magnús.

Hann mun nánar ræða ástandið í Grindavík nú ári eftir gos við Rauða borðið í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí