„Hún var fordæmalaus þessi yfirlýsing frá lögreglu, sem er að réttlæta það að þau fóru í þessa eineltisför gegn blaðamönnum árum saman. Þau fylla yfirlýsinguna af dylgjum um saknæmt atferli en lætur málið svo niður falla. Þetta er fordæmalaust. Það hafa lögmenn bent á og þetta er eitthvað sem þarf að fylgja eftir, það þarf að keyra til enda það mál.“
Þetta segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, í samtali við Rauða borðið sem sýnt verður í kvöld. Kristinn vísar í yfirlýsingu lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um rannsókn á byrlunar- og símamálinu svokallaða. Við Rauða borðið í kvöld mun Kristinn ræða það mál en einnig stöðu blaðamennsku bæði innan lands og utans.
„Allt þetta mál fyrir norðan hjá lögregluembætti Samherja, eins og ég hef nú kallað það með töluverðum rétti, er glórulaus. Nýverið var Þóra Arnljótsdóttir í viðtali og sagði að þetta væri mikill áfellisdómur fyrir embættið, öll þessi vegferð. Ég verð nú bara að vera ósammála því. Ég segi að þetta sé mikill áfellisdómur yfir allri lögreglustjórn og réttaríkinu í landinu. Þetta er svakalega alvarlegt mál, þegar lögregluvaldið fer fram með þeim hætti sem það gerði í þessu tiltekna máli,“ segir Kristinn.
Við Rauða borðið í kvöld má heyra og sjá Kristinn ræða nánar um þetta mál og önnur.