Brjálað veður um allt land á morgun

Veðurstofan hefur birt appelsínugula viðvörun fyrir allt Ísland á morgun.

 Brjálað veður, stormur og mikil úrkoma, skellur á höfuðborgarbúum um klukk­an 14 og síðan færist illviðrið um allt land fram á aðra nótt.

Vindurinn verður að suðvestan. Meðal­vind­hraði gæti náð 30 metrum á sekúndu og 45 metrum í hviðum.  Annar skammvinnur hvellur gæti orðið á fimmtudagsmorgun.

Veðurfræðingar segja að mjög djúp lægð valdi þessu sem gæti orðið á pari við þá sem sumir minnast enn frá mars 2015 þegar malbik fauk af vegum.

Á mbl. is segir Óli þór veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, spurður hvar veðrið verði verst:

„Ég myndi halda að um tíma verði veru­lega ógirni­legt veður á norðan­verðu Snæ­fellsnesi. Bæði verður gríðarlega mik­il úr­koma og mik­ill vind­ur. Und­ir Eyja­fjöll­um verður gríðarleg úr­koma og á öllu Suðaust­ur­landi verður óhemju­mik­il úr­koma ásamt hvassviðri. Þá verður veður mjög slæmt á Trölla­skag­an­um þar sem vind­hviðurn­ar verða mest­ar og á sunn­an­verðum Aust­fjörðum má reikna með mik­illi úr­komu og ansi hvöss­um vindi.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí