Sakar RÚV um skort á fagmennsku
Það eru ekki bara Sjálfstæðismenn og Miðflokksmenn sem eru óánægðir með RÚV þessa dagana, því einnig má finna óánægju meðal Samfylkingarfólks. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður flokksins, sakar þó RÚV, ólíkt öðrum, ekki um hlutdrægni heldur skort á fagmennsku. Ingibjörg skrifar:
„Skelfing er þáttastjórnendum hjá RÚV mislagðar hendur. Horfði á Silfrið í kvöld þar sem nær allir flokkar fengu sína umfjöllun nema Samfylkingin – það var rétt minnst á hana í framhjáhlaupi. Þar er ekki við þátttakendur í umræðunni að sakast sem ber engin skylda til að gæta jafnræðis milli flokka. Það er stjórnandans að gera það. Reyndar finnst mér eins og það sé engin ritstjórn eða fréttastjórn hjá RÚV heldur séu frétta- og umræðuþættir á sjálfstýringu. Ég er ekki að saka RÚV um hlutdrægni heldur skort á fagmennsku.“
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward