Segir Sjálfstæðismenn líta á eigin kjósendur sem fábjána

„Hversu heimskir þurfa menn að vera til að sjá ekki að þetta er bara létt grín frá Degi – svona örlítið svar við stöðugu eineltinu úr Hádegismóum?,“ spyr Björn Birgisson samfélagsrýnir á Facebook og vísar til fréttar sem birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem fullyrt var að nú frægt grín Dags B. Eggertssonar um að Sjálfstæðismenn gætu strikað hann út á kjörseðlinum gæti dregið dilk á eftir sér.

Menn ógilda kjörseðil sinn ef þeir strika út frambjóðendur hjá öðrum flokki en þeir kjósa svo. Í Morgunblaðinu er því haldið fram að þetta grín gæti endað með því að fyrrverandi borgarstjóri fengi sekt. Björn heldur áfram og skrifar:

„Af viðbrögðunum að dæma er Sjallar skíthræddir um að þeir fáu kjörseðlar í Reykjavík, sem koma úr kjörkössunum merktir með XD, verði eyðilagðir með útstrikun á Degi! Hvernig eiga kjósendur Sjalla í Reykjavík að skilja þetta? Flokkurinn þeirra lítur á þá sem fábjána. Eða eru það ekki hálfgerðir bjánar sem ekki vita að aðeins má kjósa einn lista og ekki hreyfa neitt við öðrum?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí