Leiðari Moggans gerir sér mat úr viðhorfsbreytingum Eyjólfs Ármannssonar fyrir og eftir kosningar. Eyjólfur snérist á hæl við það eitt að ganga inn í ráðuneytið. Það sem hann hafði sagt sem óbreyttur þingmaður stangast fullkomlega á við það sem hann gerir og segir núna. Ráðherrann Eyjólfur.
Þar sem það er Mogginn sem heggur svona illilega í Eyjólf er gott að rifja upp bréf Bjarna Benediktssonar, til eldri borgara, rétt fyrir kosningar og loforð um að bæta kjör þeirra og leiðrétta það sem rangt hafði verið gert. Eftir þær kosningar herti Bjarni enn tökin á hálsi eldra fólks. Og komst upp með það.
Eins boðaði þessi sami Bjarni trúverðuga leið til upptöku evru. Allir þekkja framhaldið.
Þetta var útúrdúr með BB. Hann bara poppar upp þegar eitthvað skrítið er til umfjöllunar.
Mogginn skrifar um Eyjólf og Fossvogsbrúna. Eyjólfur var harður á móti gerð brúarinnar og taldi hana nánast gagnslausa. Nú orðinn ráðherra tók hann fyrstu skóflustunguna að gerð brúarinnar og átti varla orð um komandi gagnsemi að brúnni.
Svona er þetta.