Eyj­ólf­ur Ármanns­son er orðinn ráðherra

Leiðari Moggans gerir sér mat úr viðhorfsbreytingum Eyjólfs Ármannssonar fyrir og eftir kosningar. Eyjólfur snérist á hæl við það eitt að ganga inn í ráðuneytið. Það sem hann hafði sagt sem óbreyttur þingmaður stangast fullkomlega á við það sem hann gerir og segir núna. Ráðherrann Eyjólfur.

Þar sem það er Mogginn sem heggur svona illilega í Eyjólf er gott að rifja upp bréf Bjarna Benediktssonar, til eldri borgara, rétt fyrir kosningar og loforð um að bæta kjör þeirra og leiðrétta það sem rangt hafði verið gert. Eftir þær kosningar herti Bjarni enn tökin á hálsi eldra fólks. Og komst upp með það.

Eins boðaði þessi sami Bjarni trúverðuga leið til upptöku evru. Allir þekkja framhaldið.

Þetta var útúrdúr með BB. Hann bara poppar upp þegar eitthvað skrítið er til umfjöllunar.

Mogginn skrifar um Eyjólf og Fossvogsbrúna. Eyjólfur var harður á móti gerð brúarinnar og taldi hana nánast gagnslausa. Nú orðinn ráðherra tók hann fyrstu skóflustunguna að gerð brúarinnar og átti varla orð um komandi gagnsemi að brúnni.

Svona er þetta.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí