Þeir Grindvíkingar sem eru með lán hjá Gildi lífeyrissjóði fá ekki felldan niður lánakostnað, ólíkt nágrönnum sem eru með lán hjá viðskiptabönkunum þremur. Þetta hefur Árni Guðmundson, framkvæmastjóri Gildis, ákveðið nú rétt fyrir jólin. Hann byggir þessa ákvörðun á álitsgerð lögmannssstofunnar LEX, en rétt er að geta þess að sú stofa er nátengt Sjálfstæðisflokknum.
RÚV greinir frá þessu. Með þessu eru orð Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, staðfest en hann varaði við því fyrir um tveimur vikum að stjórnendur innan úr lífeyrissjóðakerfinu væru að gera dauðaleit eftir afsökunum fyrir því að þurfa ekki að fylgja fordæmi bankanna um niðurfellingu vaxta. Í frétt RÚV er enn fremur staðfest að það hafi verið fyrst og fremst Árni sem var að eltast eftir afsökun og leitaði því til útbús Sjálfstæðismanna meðal lögmanna.
„Þessi niðurstaða er fengin endanlega í framhaldi af álitsgerð LEX sem við leiðtum eftir. Í ljósi þeirrar niðurstöðu þá var í sjálfu sér ekki hægt að afgreiða málið með öðrum hætti. Það er semssagt ekki heimilt almennt að fella niður vexti og verðbætur, en það verða skoðaðar sértækar aðgerðir í hverju einstöku máli eftir því sem málin þróast,“ hefur RÚV eftir Árna.