Guterres segir Öryggisráðið hafa brugðist – Grundvallar breytinga sé þörf

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, harmaði í dag að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefði brugðist þegar kæmi að fullnægjandi viðbrögðum við árásarstríði Ísraela á Gaza, sem og við innrás Rússa í Úkraínu. Sagði hann að með viðbragðsleysi sínu hefði Öryggisráðið mögulega grafið harkalega undan stöðu sinni. 

Guterres hafði þessi orð yfir í ræðu sinni við upphaf fundar Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf. Þar sagði hann einnig að Öryggisráðið væri iðulega í pattstöðu og „ófært um að bregðast við í mikilvægustu friðar- og öryggismálum vorra tíma“. 

„Skortur á samstöðu innan ráðsins varðandi innrás Rússa í Úkraínu og varðandi hernað Ísraela á Gaza í kjölfar hinna hryllilegur hryðjuverkaárása Hamas hinn 7. október hafa að verulegu leyti, mögulega óbætanlega, grafið undan áhrifum þess,“ sagði Guterres einnig. Hann bætti einnig við að þörf væri á verulegum umbótum á starfsháttum Öryggisráðsins, sem og starfsháttum þess. 

Yfirlýsingar Guterres koma í kjölfar þess að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu gagnvart ályktun Öryggisráðsins í síðustu viku, þar sem krafist var tafarlauss vopnahlés á stríðsrekstri Ísraela á Gaza, af mannúðarástæðum. Það var í þriðja sinn sem Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu frá því að árásarstríð Ísraela hófst. 

Guterres sagði enn fremur að Rafah væri miðpunktur þeirrar mannúðaraðstoðar sem hægt væri að veita á Gaza og allsherjarárás Ísraelshers á borgina myndi hafa hrikalegar afleiðingar. Ef af árásinni yrði myndi það þýða að síðasti naglinn í kistuna yrði rekinn þegar kæmi að mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí