Íslenskt samfélag á leið í „brotlendingu“ vegna stýrivaxtastefnu Seðlabankans – Verðbólga vex á ný

Stefna Seðlabankans til að berjast við verðbólguna „hefur beðið algert skipbrot“, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Vilhjálmur er afar gagnrýninn í garð Seðlabankans, enda berast fréttir þess efnis í dag að verðbólgan hækki aftur.

Vísitala neysluverðs, ein helsta mælieining verðbólgunnar, hækkaði um hálft prósentustig á milli mánaða en það var töluvert meira en búist var við og spáð var af stóru bönkunum.

Vilhjálmur segir nóg komið. Ísland sé með langhæstu stýrivextina miðað við samanberanleg lönd og „þrátt fyrir það er verðbólgan enn og aftur á uppleið og miklu hærri en í samanburðarlöndum“.

Þar virðist engu máli skipta þótt launafólk hafi gert „afar hóflega kjarasamninga“ til fjögurra ára, verðbólgan sé samt „á uppleið.“

Samdráttur í ferðamannaiðnaði og fækkun ferðamanna skipti heldur engu máli að því er virðist, segir Vilhjálmur áfram, né það að „hagvöxtur sé nánast í frjálsu falli“, enda sé jafnvel gert ráð fyrir neikvæðum hagvexti þetta árið og hefur minnkað frá 9% árið 2022 og 4% á síðasta ári. Verðbólgan hækki samt.

Vilhjálmur segir ljóst að viðskiptabankarnir og fjármálakerfið njóti góðs af ástandinu og „sleikja útum yfir okurvöxtum Seðlabankans enda nægir að horfa á afkomutölur bankanna því til sönnunar“.

Þá bendir Vilhjálmur á hinn stanslaust skaðlega húsnæðislið. „Að hugsa sér að uppundir 40% af verðbólgunni síðustu 10 ár er vegna framboðsskorts á íbúðarhúsnæði sem hefur leitt til þess að íbúðarverð og leiguverð hefur rokið upp. Í dag er verið að byggja um 1600 íbúðir en þörfin er 5000 þúsund íbúðir.“

Síðan komi fjárfestarnir og „kaupa 9 af hverjum 10 íbúðum sem koma á markaðinn og unga fólkið og fyrstu kaupendur komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn m.a. vegna framboðsskorts og himin hárra vaxtakjara.“

Vihjálmur segist hafa gríðarlegar áhyggjur af næstu mánuðum, þar sem honum sýnist samfélagið stefna „í brotlendingu“, ef ekkert verði að gert. 300 milljarðir af óverðtryggðum föstum húsnæðisvöxtum heimila losni á þessu ári, sem mun þýða það að vaxtabyrði þeirra heimila muni aukast frá 70% upp í 100% „á einni nóttu“.

Í eðlilegum kringumstæðum telur Vilhjálmur að það hefði þegar verið búið að kalla Alþingi saman til að fara yfir stöðuna „enda er hún grafalvarleg og ábyrgð stjórnvalda á ástandinu mikil“. Víst er að „okurvextir fjármálakerfisins“ séu ekki að skila þeim árangri sem okkur sé talin trú um og í raun þvert á móti.

„Já peningastefna Seðlabankans hefur beðið skipbrot og Alþingi getur ekki spókað sig í sumarfríi á með óveðursskýin hrannast upp eins íslenska sumarið í ár er búið að vera!“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí