Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing segist hafa miklar áhyggjur af Vogum og Reykjanesbrautinni vegna hrauns í nálægðri framtíð. Þorvaldur segir í ítarlegu viðtali við Rauða borðið sem sýnt verður í kvöld að yfirstandandi eldgos geta í raun hæglega orðið hættulegt þótt það ógni ekki endilega Grindavík. Núverandi gos sé til að mynda versta gosið af þeim níu á Reykjanesi síðustu ár hvað varðar gasmengun.
Þorvald segir að ofan á þá gasmengun komi svo: „augljósu hætturnar sem stafa af hraunflæðinu sem gætu náð einhverjum innviðum sem skipta okkur máli, það er alveg inni í myndinni. Það hefur kannski breyst núna að því leyti að hættan er núna frekar í áttinni að Reykjanesbrautinni, og því sem er á norðanverðum Reykjanesskaga: Vogum og því svæði. Þú verður að athuga það að hraunflæðið er ekki nema kannski þrjá kilómetra frá Reykjanesbrautinni. Ef þetta heldur áfram, ef gosið heldur áfram, þá endar það með því að það hraun nær Reykjanesbrautinni rétt eins og við sáum í Fagradalsfjalli, þegar hraunið var alltaf að nálgast Suðurstrandarveginn.“
Þorvaldur segir að lykilatriði í þessu sé hve lengi gosið stendur yfir. Því lengur, því verra verður það líklega fyrir okkur. Síðan er ekki harla ólíklegt að enn eitt nýtt gos komi á svæðinu að hans sögn. „Ef við fáum nýtt gos þá hugsanlega verður það á svipuðum slóðum. Þá er bara spurning um hvað upphafsfasinn gerir, hvort það verði hættulegt fyrir þessa innviði eins og Reykjanesbraut og Vogana,“ segir Þorvaldur.
Þó hraunið veki að sjálfsögðu meiri athygli þá ítrekar Þorvaldur að fyrrnefnd gosmengun sé ekki síður skeinuhætt. „Brennisteinninn í þessum gosum er yfirleitt í forminu brennisteinsdíoxíð. En í andrúmsloftinu, eins og við vitum öll, eru vatnsgufur. Þær hvarfast við þetta brennisteinsdíoxíð og myndar þannig brennisteinssýru agnir. Það er þessi blámóða sem kemur frá þessum gosum. Eins og nafnið gefur til kynna, og segir sig sjálft, þá er þetta hættulegt efni,“ segir Þorvaldur.
Þorvaldur fer nánar út hætturnar í tengslum við núverandi gos í ítarlegu viðtali við Rauða borðið í kvöld.