Enn tapar Birta vegna Play

Birta er eini lífeyrissjóðurinn sem lagði eitthvert fé að ráði í Play. Birta hefur þegar tapað um 366 m.kr. á að veðja á Play, rúmleg 26% af því fé sem sjóðurinn lagði til Play.

Gengið í Play hefur fallið um 10% frá því að félagið skilaði döprum ársreikningi. Gengið er nú 12,6 kr. á hlut en var 18 kr. í fyrsta útboðinu sumarið 2021. Í haust fór félagið í annað hlutafjárútboð sem enginn tók þátt í fyrir utan stærstu hluthafana sem skráðu sig fyrir fram fyrir hlut. Þar á meðal var Birta lífeyrissjóður. Gengið í þessu útboði var 14,6 kr. á hlut, svo það hefur aðeins bæst við tap Birtu.

Aðrir hluthafar eru fyrst og fremst þekktir aðilar úr hlutabréfabraski. Aðrir lífeyrissjóðir en Birta hafa ekki haft trú á viðskiptamótdelinu á bak við Play. Hluti þess er að neyða starfsfólkið til að vera í verkalýðsfélagi, sem í reynd er stýrt af félaginu sjálfu. Þetta er gert til að berja niður launakjör starfsmanna, sem er verri hjá Play en Icelandair.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí