Meirihluti landsmanna á móti kvótakerfinu – Stuðningsmenn VG hlutlausir

Um 56 prósent landsmanna eru ósáttir með kvótakerfið samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar. Samkvæmt sömu könnun telja rúmlega 83 prósent landsmanna að auðlindagjöld ættu að vera hærri. Yfirgnæfandi meirihluti, um 67 prósent, telur þörf á umbótum í heilbrigðiskerfinu.

Skýrslu um könnunina var birt á vef Stjórnarráðsins og má lesa í heild sinni hér.

Einungis um 22 prósent sögðust annað hvort sáttir eða mjög sáttir með kvótakerfið. Ríflega 20 prósent voru hlutlaus hvað það varðar. Það kemur vafalaus fæstum á óvart að stuðningur við kvótakerfið var mestur meðal Sjálfstæðismanna.

Athygli vekur þó að meðal þeirra sem myndu kjósa VG næst þá eru lang flestir hlutlausir. Um 13 prósent þeirra eru sáttir með kvótakerfið. Svo eru 28 prósent frekar ósáttir með kvótakerfið og tæplega 16 prósent mjög ósáttir með kerfið. Langflestir stuðningsmanna VG skiluðu auðu hvað kvótakerfið varðar, eða um 42 prósent.

Þeir sem ekki sögðust sáttir við kvótakerfið voru spurðir „hvað ertu helst ósátt/ur með?“ Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um svörum við þeirri spurningu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí