Langmest ánægja með Sönnu

21,4% borgarbúa nefndu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddviti Sósíalista í Reykjavík, þegar þeir voru beðnir að nefna þann borgarfulltrúa sem þeim fannst hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Næst kom Hildur Bjarnadóttir oddviti Sjálfstæðismanna með 13,2% atkvæða.

Þetta kom fram í nýjum borgarvita Maskínu sem mælir ýmislegt úr borgarmálunum. Núverandi og tilvonandi borgarstjórar komu ekki vel út úr þessu vali. 11,3% borgarbúa nefndu Dag B. Eggertsson borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar og aðeins 6,0% Einar Þorsteinsson Framsóknarmann og tilvonandi borgarstjóra.

Oddvitar hinna flokkanna í meirihlutanum koma heldur ekki vel út: 8,0% nefndu Alexöndru Briem Pírata og 3,7% Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur í Viðreisn. 2,9% nefndu Kolbrúnu Baldursdóttur í Flokki fólksins og 2,3% Líf Magneudóttur í Vg.

Maskína birtir listann svona:

Þarna vekur athygli að þrír borgarfulltrúar Framsóknar reka lestina, virðast vera fólk sem borgarbúa þekkja lítið. En athygli er ekki allt. Friðjón R. Friðjónsson er tíður gestur í allskyns spjallþáttum en er samt sá fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem fæstum þykir eitthvað til koma.

Sanna er líka efst þegar skoðuð er afstaða fylgjenda flokkanna til síns forystufólks. 85% kjósenda Sósíalista nefna Sönnu en aðeins 47% kjósenda Sjálfstæðisflokksins nefna Hildi og aðeins 37% kjósenda Samfylkingarinnar Dag.

Sanna er sá borgarfulltrúi sem flestir nefna í öllum aldurshópum, öllum hverfum og af báðum kynjum. Og í öllum aldurshópum þar til kemur að þeim sem eru með meira en 1,2 m.kr. á mánuði. Sá hópur nefndi Hildi Björnsdóttur oftar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí