„Barnabörnin okkar munu ekki þekkja þá vetur sem við höfum þekkt hingað til“

Umhverfismál 29. ágú 2023

Anna Linell, umhverfisfræðingur og þjóðfræðingur, sagði auglóst að stéttarfélögin á Norðurlöndunum hafi það afl til að vekja fólk og stjórnmálin til vitundarvakningar um loftslagsvandann. Hún sagði nauðsynlegt að Norræni vinnumarkaðurinn og ríkisstjórnir landanna bregðist saman við loftslagshlýnuninni með því að setja löggjöf um hvernig bregðast á við loftslagvandanum til að knýja fram nauðsynlega viðhorfsbreytingu.

„António Guterres, ritari Sameinuðu þjóðanna, varaði þjóðir heims við í júlí í sumar að tímabil hnattrænnar hlýnunar væri liðinn og tímabil hnattræns suðupunktar er runnunn upp. (The era of global warming has ended. The era of global boiling has arrived.)

Í rannsóknum mínum hef ég komist að því að fólk er óöruggt hvernig það á að bregðast við loftslagshlýnuninni, en í raun eru það stéttarfélögin og vinnumarkaðurinn sem er líklegastur til að skapa viðhorfsbreytingu hjá almennigi varðandi þessa alvarlegu stöðu sem loftslaghlýnunin er. Vetrin eru styttri og mildari á Norðurlöndunum nú en áður og allt lítur út fyrir að barnabörnin okkar munu jafnvel ekki þekkja þá vetur sem við höfum þekkt hingað til. Til að takamarka hlýnunina við 1.5 gráður þurfa stjórnmálin að taka strax ákvörðun og gera málamiðlanir því við þurfum að auka getu okkar til að vinna gegn áhrifun loftslagshlýnunar.


Anna Linell spjallar við gesti í hléi.

Við getum ekki slakað á og hugsað um að þetta sé að gerast langt inn í framtíðinni, við þurfum að bregðast við núna strax og fyrir árið 2030 svo lofthjúpur jarðar hlýni ekki meira en 1,5 gráður en vísindamenn segja að það sé hámarkið. Sviðsmyndirnar eru nokkrar og ef loftslagshlýnunin verður 2,0 gráður árið 2100 verða öfgarnar í veðurkerfunum svo miklar að óvíst er með hvernig lífið á jörðinni verður háttiað. Það er þó ljóst að afleiðingarnar af hlýnuninni verða þær að hitabylgjur verða tíðari og langvarandi, hlýnunin mun valda þurrkum og matarskorti á heimsvísu og fólksflutningar verða miklir með aukinni útbreiðslu smitsjúkdóma. Þar að auki, þegar pólísinn bráðnar, mun sjávarborð hækka verulega sem hefur áhrif á fjölda strandborga og á allt að 275 milljónir íbúa sem þar munu búa.

Ríkustu þjóðinar sem menga mest þurfa að taka meiri ábyrgð
Allir eiga að fá jafnan hlut af því því sem jörðin elur og við á Norðurlöndunum og Evrópu erum með ríkustu þjóðum á jörðinni – og við höfum losað mest. Þess vegna ættu þær þjóðir sem hafa losað mest af koltvísýringi út í andrúmsloftið taka meiri ábyrgð á því að draga úr losuninni. Við þurfum að taka tillit til þeirra fátæku landa þar sem almenningur flýgur aldrei milli landa, eiga ekki bíla og jafnvel ekki húsnæði. Það eru ríkustu þjóðirnar sem eru til þess bærar að skapa loftlagslegt réttlæti, ekki þær fátækari.

Ég vænti mikils á fundi Norðurlandaráðs sem haldin verður á Íslandi á næstunni. Þar munu stéttarfélögin undir forystu NFS leggja fram þrískipt samkomulag um hvernig bregðast á við hlýnun loftslagsins sem er eins og allir vita af mannavöldum. Við vitum að hægt er að bregðast við sem skilar getur góðum árangir með Norræna velferðarmódelinu sem byggir á réttlæti,“ sagði Anna Linell að lokum.

Frétt af vef Sameykis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí