Miðjan á miðvikudegi

Sigurjón M Egilsson fær til sín góða gesti í spjall um landsins gagn og nauðsynjar.

Umsjón: Sigurjón M Egilsson

Þættir

Sagnamaður í þættinum

Sagnamaður í þættinumarrow_forward

S01 E010 — 14. des 2023

Svanur Gísli Þorkelsson er gestur Sigurjóns í þættinum Miðjan á miðvikudegi. Svanur er mikill áhugamaður um sögu lands og þjóðar. Hefur skrifað margar frásagnir.

Miðjan á miðvikudegi : Þröstur Ólafsson

Miðjan á miðvikudegi : Þröstur Ólafssonarrow_forward

S-2 E011 — 29. nóv 2023

Þröstur Ólafsson hagfræðingur hefur sent frá sér bókina, Horfinn heimur. Þar fjallar Þröstur um margt sem hefur farið hátt og eða haft mikil áhrif á okkur sem þjóð. Þröstur er gagnrýnin á menn og málefni. Bókin er skemmtileg og vel upp sett. Þröstur er gestur þáttarins; Miðjan á miðvikudegi.

Miðjan á miðvikudegi : Jón Steinar Gunnlaugsson

Miðjan á miðvikudegi : Jón Steinar Gunnlaugssonarrow_forward

S01 E010 —

Jón Steinar Gunnlaugsson er gestur Sigurjóns M Egilssonar í nýjasta þætti Miðjan á miðvikudegi. Þeir tala um Hæstarétt og lögmennsku. Einnig um Eimreiðarhópinn, vinslit Jóns Steinar og Davíðs Oddssonar. Svo fátt eitt sé nefnt.

Miðjan á miðvikudegi: Gunnþór Sigurðsson

Miðjan á miðvikudegi: Gunnþór Sigurðssonarrow_forward

S01 E007 — 15. nóv 2023

Gestur þáttarins að þessu sinni er Gunnþór Sigurðsson. Gunnþór starfar í Pönksafninu í Bankastræti. Eflaust er hann réttur maður á réttum stað. Gunnþór eru sögumaður góður. Hann er sonur Sigurðar Ólafssonar, söngvara og hestamanns, og þá um leið er Gunnþór bróðir Þuríðar Sigurðardóttur.

Miðjan á miðvikudegi: Stefán Pálsson

Miðjan á miðvikudegi: Stefán Pálssonarrow_forward

S01 E006 — 8. nóv 2023

Gestur okkar að þessu sinni er Stefán Pálsson sagnfræðingur. Rætt er um blaðamennsku Gísla J. Ástþórssonar. Gísli var frumkvöðull í mörgu. Segja má að íslenskir fjölmiðlar hafi verið of smáir fyrir Gísla. Hann var afbragðsteiknari og skóp persónuna Siggu Viggu. Sigga Vigga og tilveran var frábær í höndum Gísla. Gísli setti sinn svip á íslenska fjölmiðla.

Miðjan á miðvikudegi: Margrét Tryggvadóttir

Miðjan á miðvikudegi: Margrét Tryggvadóttirarrow_forward

S01 E005 — 1. nóv 2023

Margrét Tryggvadóttir, er gestur Miðjunnar á miðvikudegi. Hún er formaður Rithöfundasambandsins og sendir frá sér nýja bók núna. Sú heitir „Stolt“ og er óbeint framhald af bókinni „Sterk“. Margrét sat einnig á Alþingi eitt kjörtímabil. Bækur, menning og pólitík í Miðjunni á miðvikudegi.

Miðjan á miðvikudegi: Sandra B. Franks

Miðjan á miðvikudegi: Sandra B. Franksarrow_forward

S01 E004 — 25. okt 2023

Gestur þáttarins er Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Hún segir okkur meðal annars að það vanti marga sjúkraliða til starfa. Á sama tíma eru þúsundir sem hafa menntað sig til starfsins starfandi í allt öðrum störfum. Hvers vegna? Launin eru svo lág.

Miðjan á miðvikudegi: Sigmundur Ernir

Miðjan á miðvikudegi: Sigmundur Ernirarrow_forward

S01 E003 — 18. okt 2023

Sigmundur Ernir Rúnarsson er að senda frá sér sína tuttugustu og fimmtu bók. Að þessu sinni skrifar um hann um fjölmiðla frá 1980 og til dagsins í dag. Sigmundur Ernir kann að segja frá. Í samtali hans og Sigurjóns M Egilssonar ber margt á góma. Flest skemmtilegt.

Miðjan á miðvikudegi: Karl Garðarsson

Miðjan á miðvikudegi: Karl Garðarssonarrow_forward

S01 E002 — 11. okt 2023

Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður og fréttastjóri, er gestur þáttarins. Karl er giftur konu frá Úkraínu. Karl hefur oft farið til Úkraínu eftir að innrás Rússa hófst. Rússar nema úkraínsk börn á brott. Talið er flest þeirra hafi verið flutt til Síberíu. Mannfall, úthald og framundan er grimmur vetur hjá fólkinu í Úkraínu. Engar horfur á að hernaðinum ljúki.

Miðjan á miðvikudegi: Þorsteinn Pálsson

Miðjan á miðvikudegi: Þorsteinn Pálssonarrow_forward

S01 E001 — 4. okt 2023

Þátturinn Miðjan á miðvikudegi er samstarfsverkefni miðjan.is og Samstöðvarinnar. Sigurjón M. Egilsson er umsjónarmaður þáttanna. Í þessum fyrsta þætti er Þorsteinn Pálsson gestur Sigurjóns. Þeir tala um íslensku krónuna, evruna og aðra gjaldmiðla. Í þættinum kemur fram að Bjarni Benediktsson vissi betur þegar hann talaði um Ísland sem lágvaxtaland fyrir síðustu kosningar. Beitti hann blekkingum?

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí