Reykjavíkurfréttir
Borgarmálin frá sjónarhóli þeirra sem sjaldan er haft samráð við í rekstri og uppbyggingu borgarinnar. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins flytja fréttir frá málefnum borgarinnar.
Umsjón: Sanna Magdalena Mörtudóttir, Andrea Helgadóttir og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir
Klippur
arrow_forward
Gegn hverju?
Kristjana Hrönn Ásbjörnsdóttir, faraldsfræðingur við Háskóla Íslands, ræðir við Oddnýju Eir um bólusetningar og helstu áskoranir og deilur þeim tengdar.
arrow_forward
Reykjavíkurfréttir – Bókasöfn – Miklu meira en bækur
Við kíkjum í hljóðvarpsstúdíó þar sem Dögg Sigmarsdóttir segir okkur frá lýðræðisverkefnum borgarbókasafnsins. Svo kemur Barbara Guðnadóttir safnstjóri og segir …
arrow_forward
Reykjavíkurfréttir – Þetta helst 30. janúar
Sanna og Adda ræða fréttir og mál vikunnar úr borginni.
arrow_forward
Reykjavíkurfréttir – Sund er allra meina bót
Til okkar koma þjóðfræðingarnir Katrín Snorradóttir og Valdimar Tryggvi Hafstein sem voru að gefa frá sér bókina Sund sem fjallar …
Þættir
Reykjavíkurfréttir: Húsnæðismál í Ólestriarrow_forward
Borgarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon ræða fréttir vikunnar í Reykjavík, heimsækja hjólhýsabyggðina við Sævarhöfða og fá gesti í stúdíóið til að ræða húsnæðiskreppuna í höfuðborginni. Gestir þáttarins eru Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda, Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins og Bjarni Þór Sigurðsson sérfræðingur í húsnæðismálum hjá ASÍ.
Sanna Reykjavík – Félagsbústaðir hækka leiguarrow_forward
Félagsbústaðir kynntu nýverið breytingar á leigu sem leiðir til þess að stór hópur sér nú fram á að greiða hærri leigu. Breytingin mun hafa áhrif á 2.649 leigjendur hjá Félagsbústöðum, þar sem leiga hækkar hjá 1.538 leigjendum en lækkar hjá 1.111 leigjendum. Breytingin er kynnt af Félagsbústöðum sem aðferð í því að jafna leiguverð á milli ólíkra íbúða þannig að leigan sé sem jöfnast óháð staðsetningum og fleiri þáttum. Leigjendur Félagsbústaða búa við erfiða fjárhagslega stöðu og geta ekki greitt hærri leigu. Í þættinum í dag kemur til okkar leigjandi Félagsbústaða, Svandís Ragnarsdóttir og veitir okkur innsýn í veruleika leigjenda og hvernig er að fá tilkynningu um leiguhækkun.
Sanna Reykjavík – Borgarbúi fær nógarrow_forward
Borgarstjórn felldi í vikunni tillögu sósíalista um 0,05% hækkun gjalda á fyrirtæki, í þá upphæð sem hún var í fyrir covid heimsfaraldurinn. Þannig hefði borgin getað fengið rúman hálfan milljarða á ári, næstu ár. Sárleg þörf er á fjármunum í grunnþjónustu borgarinnar sem hefur verið skorin niður á síðustu misserum. Meirihlutinn vildi ekki horfast í augu við þessa stöðu og felldu tillöguna. Anita Da Silva Bjarnadóttir sem á heima í Reykjavík fylgdist með fundinum í vikunni. Við ætlum að ræða við hana um stöðuna í borginni og hvernig hún birtist íbúum.
Sanna Reykjavík – Umhverfissálfræðileg sjónarmið í borgarhönnunarrow_forward
Umhverfið hefur mikil áhrif á okkur mannfólkið og í þættinum skoðum við sálræn áhrif umhverfis, skipulagningar og hönnunar. Við skoðum hvaða sjónarmið eru ráðandi í uppbyggingu og hönnun borgarrýma og almenningssvæða. Þar að auki skoðum við hvort að fjármagn eða íbúar hafi meira vægi í mótun nærumhverfis. Þá spyrjum við einnig hvort að skipulag geti verið útilokandi fyrir ákveðna hópa samfélagsins og hvernig sé hægt að tryggja að svo verði ekki. Móheiður Helga Huldudóttir Obel, arkitekt og Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur koma til okkar að ræða þessi mál.
Sanna Reykjavík Hús á hjólum – framtíð hjólhýsa- og húsbílabyggðararrow_forward
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir og Pascale Elísabet Skúladóttir mæta í þáttinn og segja okkur frá búsetunni í hjólhýsa- og húsbílabyggð, kosti þess að búa í húsnæði á hjólum og af hverju slíkt búsetuform varð fyrir valinu hjá þeim. Íbúar hafa dvalið í slíku húsnæði í Laugardalnum en þurftu nýverið að færa sig. Nú halda íbúarnir til á Sævarhöfðanum sem er langt frá því að henta til búsetu. Við fáum innsýn inn í núverandi stöðu, áhyggjur íbúanna og markmið þeirra en íbúar hafa lengi kallað eftir því að borgaryfirvöld skilgreini langtímasvæði fyrir búsetu í hjólhýsum, húsbílum og smáhúsum. Einnig fjöllum við um stöðuna erlendis þar sem önnur lönd eru komin lengra á veg en Ísland hvað þetta varðar.
Sanna Reykjavík – Vinnuskóli Reykjavíkurarrow_forward
Nýjung í dag! Í upphafi þessa þáttar verður birt stutt innslag þar sem Trausti ræðir við íbúa í Grafarvogi. Við viljum heyra frá hverfisbúum hvernig aðstæður eru og hvað megi gera betur. Með tímanum er markmiðið að búið verði að ræða við fólk úr öllum hverfum.
Eftir innslagið ræðum við svo um Vinnuskóla Reykjavíkur. Hvers vegna ákvað meirihlutinn í Reykjavík að frysta laun unglinga? Á sama tíma var ekki tekið undir tillögu Sósíalista um að gera slíkt hið sama fyrir borgarfulltrúa. Er þetta tvískinnungur hjá kjörnum fulltrúum? Til að ræða þessi mál kemur til okkar Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir sem situr í ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða.
Ráðið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun borgarinnar var harðlega mótmælt. Úlfhildur hefur unnið í vinnuskóla Reykjavíkur og er því með reynslu af þessu starfsumhverfi. Við munum ræða launakjörin, starfsaðstæður og hvort ungmenni eigi sjálf að hafa meiri völd á vinnustaðnum. Fylgist með í dag til að læra af unga fólkinu.
Sanna Reykjavík – Íslenski leigumarkaðurinn sá versti í Evrópuarrow_forward
Samtök leigjenda á Íslandi gerðust nýlega meðlimir að IUT, alþjóðasamtökum leigjenda á ráðstefnu í Lissabon. Þar var fjöldi fólks úr ýmsum áttum samankominn og fulltrúi íslensku leigjendasamtakanna vakti athygli á stöðu leigjenda á Íslandi. Fulltrúum annarra landa í Evrópu sem þangað voru samankomin fannst margt undarlegt við íslenska leigumarkaðinn og þá sérstaklega hvernig leigubótakerfinu er háttað hér á landi. Yngvi Ómar Sighvatsson frá Samtökum leigjenda á Íslandi kemur til okkar og ræðir ferðina til Lissabon, hvað hann lærði og hvað af því sé hægt að nota í baráttunni hér heima
Sanna Reykjavík – Einkavæðing í Reykjavíkarrow_forward
Þór Saari kemur til okkar að ræða einkavæðingu Ljósleiðarans í Reykjavík. Meirihlutinn í Reykjavík virðist aðhyllast hægri pólitík sem felur í sér niðurlagningu stofnana, einkavæðinga og lækkun fyrirtækjaskatta. Við ræðum á hvaða vegferð meirihlutinn í borginni er, hvernig EES tilskipanir kveða á um markaðsvæðingu innviða og hvað er hægt að gera til að komast upp úr hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar.
Sanna Reykjavík – Starfið í leikskólaarrow_forward
Andrea Helgadóttir varaborgarfulltrúi Sósíalista kemur til okkar og við kynnumst henni og bakgrunni hennar. Áður en hún hóf störf í borgarstjórn starfaði hún í leikskóla og með börnum. Í þættinum ræðum við stöðu leikskólamála, hvað þarf að laga og hvernig megi vinna að því.
Sanna Reykjavík – Samtök leigjendaarrow_forward
Í þætti dagsins fáum við Guðnýju Benediktsdóttur í heimsókn. Hún hefur verið leigjandi í 27 ár og situr nú í stjórn Samtaka leigjenda. Guðný hefur búið víðsvegar og segir okkur frá áratugareynslu sinni af því að vera leigjandi. Við ræðum einnig stöðuna á leigumarkaðnum og hverju samtök leigjenda eru að berjast fyrir þessi misserin.